Fríkirkjuvegi 11 verður ekki gerð betri skil en hjá athafnaskáldinu Björgólfi Thor Björgólfssyni.

Allir hugsandi menn hljóta að fagna þessari ákvörðun meirihluta borgarráðs að selja Björgólfi Thor Björgólfssyni Fríkirkjuveg 11.

Það eru tiltölulega fá ár síðan Björgólfur Thor var erlendis við nám og kom heim í sumarvinnu til að kosta nám sitt. 

Þá höfðu foreldrar hans ekki mikið umleikis og Björgólfur Thor leigði herbergi niður í Hafnarstræti þar sem hann bjó.

Hann rak Tunglið í Lækjargötu nokkur sumur og sá sér þannig farborða.

Eitt sumar vann hjá Viking-brugg  og þá um haustið var fyrsta "Októberfestið" haldið.

Þeir feðgar hurfu til Rússlands ásamt Magnúsi Þorsteinssyni og völdum mannskap frá Gosan/Viking-brugg.

Þar hófst ferð sem ekki er lokið.

Fríkirkjuvegi 11 verður ekki gerð betri skil en hjá athafnaskáldinu Björgólfi Thor Björgólfssyni. 


mbl.is Kauptilboði Novator tekið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Þú verður ekki ríkastur með góðmennsku að vopni.  Alveg sama hvort Bjöggi byrjaði með hendur tómar og gekk í barnaskóla þá hefur hann troðið á fólki til að fá sitt fram.  Skammað mann fyrir að veikjast sem var að vinna fyrir hann.  Sagði að honum kæmi það ekki við heldur þyrfti að klára verkið á tíma!  Þetta var bara venjulegur smiður á tímakaupi.  Góður gæi?

Björn Heiðdal, 26.4.2008 kl. 08:04

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þú kannt ekki við efnamenn Björn?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.4.2008 kl. 12:15

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég kann ekki við fólk sem segir ósatt.  En auðvitað má Bjöggi kafa í vasana mína en bara ekki eftir peningum....

Björn Heiðdal, 26.4.2008 kl. 13:19

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég hef aldrei reynt BTB að ósannsögli.

Hvað á hann að sækja í þína vasa????

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.4.2008 kl. 13:23

5 Smámynd: Björn Heiðdal

T.d. að það sé gott fyrir mig að "þjóðin" stofni varasjóð eða var það pabbi hans sem sagði þetta?

Björn Heiðdal, 26.4.2008 kl. 17:41

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mér finnst að Björgólfur eldri hafi heilmikið til síns máls þegar hann leggur til að stofna þjóðarsjóð.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.4.2008 kl. 18:12

7 Smámynd: Björn Heiðdal

Ekki veit ég um hvað þessi tillaga snýst en sennilega þarf að afla peninga í sjóðinn.  1) Nýr skattur, 2) Lífeyrissjóðir, 3) Erlend lán eru þær leiðir sem eru færar en ég hélt bara að við hefðum svokallaðann ríkissjóð til að fjármagna samneyslu.  Í hvað eiga peningarnir mínir að fara?

Björn Heiðdal, 26.4.2008 kl. 19:10

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Við skulum passa buddurnar okkar vel Björn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.4.2008 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband