Starfsfólk Strætó bs. á betra skilið.

Á mínum fyrrverandi vinnustað til tæplega fjögurra ára ríkir óöld enn einu sinni.

Fámenn klíka  gerir allt hvað hún getur til að spilla sambandi starfsmanna við yfirboðara sína.

Afleiðingarnar eru fyrst og fremst þær að kjarasamningur er í hættu eftir að núverandi samningur rennur sitt skeið í haust.

 

Þessi fámenna klíka er að reyna að hlutast til um stjórnun fyrirtækisins með dyggri aðstoð Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og formanns BSRB.

Það er ekki í þeirra verkahring.

 

Eigendur fyrirtækisins, sjö sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu eiga og reka Strætó bs. og þurfa varla aðstoð fáeinna kverúlanta.

 

Þetta fólk fer með lygum og óhróðri um yfirboðara sína, samstarfsmenn og aðra sem voga sér að benda á ósómann.

 

Það er mál til komið að forráðamenn Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar taki í taumana og hrindi þessum vinnubrögðum af höndum sér.

 

Tvö hundruð starfsmenn eru hjá fyrirtækinu og vilja þeir væntanlega flestir vera áfram hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar og njóta atbeina þess með BSRB að bakhjarli við komandi samningsgerð.

 

Starfsfólk Strætó bs. á betra skilið en þessi handarbaksvinnubrögð.

P.s. Málefnalegar umræður eru þegnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband