23.4.2008 | 14:12
Verkalýðsbarátta á villigötum
Hagsmunabaráttan tekur á sig ýmsar myndir þessa dagana. Vörubílstjórar láta óánægju sína í garð stjórnvalda bitna á almenningi með lokun helstu umferðaræða borgarinnar og þjóðvega landsins.
Önnur barátta er háð á vegum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og BSRB, en þar fara menn fram með svolítið öðrum brag.
Trúnaðarmenn sem kosnir voru síðast liðið haust hjá Strætó bs. sögðu af sér því ábyrgðarstarfi þegar ágreiningur kom upp á milli fyrsta trúnaðarmanns og framkvæmdastjóra fyrirtækisins um hvort meðferð starfsmanna á áfengi á vinnustaðnum Hlemmi væri ásættanleg.
Fjöldi manna hefur verið gerður brottrækur af Hlemmi vegna vímuefnanotkunar og enginn hefur hreyft athugasemdum við svo sjálfsögðum hlut. Því skýtur það skökku við að maður sem er kjörinn af félögum sínum til að vera í fararbroddi skuli ekki sjá að hann sem starfsmaður þarf að lúta sömu reglum á Hlemmi og t.d. Lalli Johns.
Hefur þessi maður marghótað framkvæmdastjóranum á síðum dagblaða málsókn vegna athugasemda sem hann hafði fram að færa við hátternið.
Að auki hefur hann og fámennt fylgdarlið gert allt sem í þeirra valdi stendur til að fá framkvæmdastjórann rekinn úr starfi fyrir það eitt að vilja stjórna Strætó bs. til þeirra hluta sem honum var ætlað af stjórn byggðasamlagsins.
Þó tók steininn úr þegar Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar gekkst fyrir endurreisn þessara fulltrúa og trúnaðarmanna þvert á lög félagsins sem segir að fulltrúa skuli kjósa á tveggja ára fresti, aðalmenn og varamenn.
Starfsmannafélagið brýtur með þessu eigin lög og formaður BSRB leggur blessun sína yfir verknaðinn þrátt fyrir að honum eigi að vera annmarki gjörðarinnar ljós.
Síðan styðja formenn St.Rv. og BSRB ætlan þessa fámenna uppreisnarliðs, að fá Reyni Jónsson framkvæmdastjóra Strætó bs. frá starfi sínu með góðu eða illu og gera hvað þeir geta til að fá stjórnmálamenn í lið með sér.
Menn sem muna tímana tvenna hjá Strætó vita að Lilja Ólafsdóttir og Ásgeir Eiríksson voru flæmd úr starfi.
Mér kæmi verulega á óvart ef stjórnmálamenn fara ekki að taka "ráðum" Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og BSRB með gát hvað varðar málefni Strætó bs.
Það sem starfsmenn þurfa á að halda er kyrrð og vinnufriður hjá Strætó og festa í stjórnun og agi.
Gera þeir Garðar Hilmarsson og Ögmundur Jónasson sér grein fyrir að þeir eru með aðgerðum sínum að leggja sín þungu lóð á vogarskálarnar sem geta leitt til þess að öllum starfsmönnum verður sagt upp og flestir (vonandi) endurráðnir á skilmálum annars kjarasamnings við annað stéttarfélag?
Lögregla beitir táragasi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar trúnaðarmannaskipti áttu sér stað hjá Starfsmanafélagi Reykjavíkurborgar í lok nóvember átti að áminna fjóra starfsmenn vegna "ölvunnar í starfi". Einn var áminntur, fyrsti fulltrúi. Því hefur verið vísað til dómstóla og var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur, þriðjudaginn 25. mars 2008.
Ofangreint sem er af vef þess fysta fulltrúa sem sagði af sér sem slíkur set ég inn sem skýringu og bæti við þeir sem ekki voru áminntir báðust afsökunar á gerðum sínum.
Þetta lið hraunar svo yfir alla þá sem ekki eru sammála þeim með óviðurkvæmilegu orðbragði.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.4.2008 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.