KR - ÍA klukkan tvö í dag í Kórnum.

Það er full ástæða til að óska VAl og Breiðabliki til hamingju með áfangann að komast í átta liða úrslit í lengjubikarnum.

En hjartað slær í takt við gengi KR og því ört þessa dagana.

Eins og áður "stal" ég eftirfarandi af vefsíðu KRReykjavik.is og skammast mín ekki:

 

"Við KR-ingar mætum skagamönnum í 8. liða úrslitum Lengjubikarsins á laugardag. Leikið verður í Kórnum í Kópavogi og hefst leikurinn kl. 14:00. Bæði lið hafa verið á ágætissiglingu undanfarið og þá sérstaklega við KR-ingar er unnum okkar riðil og það með fullu húsi stiga.

Síðasti leikur var ákaflega vel leikinn af okkar hálfu og vannst sannfærandi sigur á FH-ingum 2-0. Mörk KR í þeim leik gerðu fyrirliðinn Gunnlaugur Jónsson og Guðjón Baldvinsson.

Félögin eigast ekki bara við á knattspyrnuvellinum þessa stundina því í liðinni viku reyndu skagamenn við Kristján Finnbogason markvörð okkar KR-inga án samþykkis stjórnarmanna KR, en skagamenn eiga í miklum vandræðum vegna meiðsla Páls Gísla aðalmarkvarðar liðsins. Þannig virtu skagamenn lög og reglur knattspyrnusambandsins að vettugi og hleypti það illu blóði í hæstráðendur í Vesturbænum.

Leikir KR og skagamanna eru alltaf stórleikir. Hvort sem leikið er á Íslandsmóti eður ei. Leikurinn á morgun verður engin undatekning. Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar munu án efa mæta dýrvitlausir og okkar menn munu vonandi fylgja eftir góðri frammistöðu undanfarnar vikur.

Við hvetjum alla KR-inga til þess að fjölmenna í Kórinn og hvetja stórveldið til dáða."

Á síðunni er fjölmargt annað áhugavert fyrir alla knattspyrnuunnendur. 

 


mbl.is Valur og Breiðablik í undanúrslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband