KR - FH á eftir kl. 17:30.


Eftir vinnudag á morgun (í dag 14.4.) skal brunað út í Frostaskjól þar sem KR-ingar fá fimleikafélagið í heimsókn. Ellefu FH-ingar verða mættir út á völl klukkan 17:30 þegar flautað er til leiks en hve margir þeir verða sem fara út af í lok hans skal ósagt látið. Logi Ólafsson mætir fyrrum lærlingi sýnum, samstarfsmanni og félaga í gríninu Heimi “KR-ingi” Guðjónssyni, sem nú stýrir FH-ingum.

Það er óhætt að lofa skemmtilegum leik enda bæði lið vel skipuð. Þó ekki sé mikið undir þar sem bæði lið eru komin í 8-liða úrslit deildarbikarsins er kjörið tækifæri fyrir KR að varpa af sér helv… Hafnafjarðargrýlunni og sýna stuðningsmönnum KR að liðið er til alls líklegt í sumar.

Logi og Steini skýrsla eru búnir að undirbúa liðið í allan vetur og Max hinn þýski hefur skafið hverja fiturönd af KR-liðinu og það mætir því helskafið, massaðir í rusl og tanaðir í drasl. Rúnar Kristinsson hefur lagt gjörva hönd á plóg og innleitt meginlandsboltann í liðið, sem á sínum bestu stundum þykir um margt minna á Liverpool á blómaskeiði sínu nú og endranær.

Eftir svitastækju íþróttahús KR þar sem maður horfði á lið kasta bolta í spjald er fátt betra en finna vorvindana leika um mann og anda að sér ilminum af nýslegnu gervigrasinu. Nú er útiboltinn byrjaður og alvöru stuðningsmenn stórveldisins fjölmenna á leikinn.

Þá vil ég að endingu minna á að eftir leik er KR-klúbbsfundur inni í heimili þar sem boðið er upp á léttar veitingar, nýir leikmenn kynntir og Logi Ólafsson segir 2-3 brandara (í hverri setningu).

Tekið ófrjálsri hendi af KRReykjavík .is 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband