Þúsundir manna í húsnæðishraki.


Það er skrýtin pólitík að ætla að reyna að halda í allt of hátt fasteignaverð eins og alki flöskuna.

Það er staðreynd að fasteignafylleríinu er lokið og timburmennirnir taka við.

 

Bankarnir vissu alveg út í hvað þeir voru að leggja, þegar þeir kepptust við að lána sem mest og oftar en ekki lánuðu þeir andvirði allrar eignarinnar, sem þeir hlutu að vita að væri hættuspil.

 

Næstu árin munu verða ár fasteignamiðlunar íslensku bankanna.

Fasteignaverð er of hátt þegar íbúðir seljast ekki lengur.

 

Talað er um að um 4000 íbúðir séu lausar og bíði eiganda á höfuðborgarsvæðinu.

 

Mörg þúsund manna hýrast í alltof þröngu húsnæði gegn allt of háu leigugjaldi.

 

Munu bankarnir stofna íbúðasjóði þar sem bankinn á hluta íbúðarinnar á móti einstaklingum?

Einstaklingurinn gæti t.d. átt  30%  á móti bankanum.

Bankinn fengi ekki leigugjald af sínum hluta, en tryggði verðgildi hans með búsetunni.

 

Landið er ekki byggilegt ef einstaklingur getur ekki veitt sér það að búa í íbúð sem uppfyllir lágmarkskröfur af lægstu tekjum sem í boði eru.

 

Fáum við ámóta loforð stjórnvalda og þau gefa bönkunum um viðunandi afkomu? 


mbl.is Stjórnvöld styðja bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johnny Bravo

Ef þú ert á móti háu húsnæðisverði ertu líka á móti lækkun vaxta. Bara svo þú vitir af því.  Þetta helst svo greinilega í hendur.

Held að húsnæði breytist meira í leiguhúsnæði ef þetta verður raunin. Það er ef húsnæði fer að lækka og er selt ódýrt þá er eitthver sem kaupir það og leigir út.

Hvaða rugl er þetta með tómar íbúðir, það getur ekki verið, fólk sem á þannig verður að leigja eða selja, eða bara tapa á þessu.  Fasteignaverð er ennþá 250.000kr/m2 og lækkar ekki, heldur verður markaðurinn bara frosin.

Það er alltaf til fólk í of litlu húsnæði, úti á landi, heima hjá mömmu og pabba eða í útlöndum. 

Johnny Bravo, 14.4.2008 kl. 10:56

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þetta er ekki rugl með tómar íbúðir.

Spurðu bankana.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.4.2008 kl. 11:05

3 identicon

Heyr, heyr, Heimir, allt saman hárrétt hjá þér og að sjálfsögðu þarf einmitt 30 % af hækkun húsnæðis hér á landi að ganga til baka. Það er einmitt að eiga sér stað í Bretlandi núna og þykir bara eðlileg þar. Og auðvitað væri það bara hið besta mál að fá nokkur þúsund íbúðir hér á leigumarkaðinn, það er nákvæmlega það sem vantar.

Stefán (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 11:20

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Við höfum verið alltof fámál um húsnæðisskortinn því við teljum það skammarlegt að lenda undir í fjárhagslegum skilningi.

Málið er, að ef samfélagið á að rétta bönkunum hjálparhönd, skuli þeir gera slíkt hið sama.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.4.2008 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband