Stutt ævi snjókorna.

Hressandi göngutúr er að baki. Fjöldi fólks á vegi mínum, fátt um bros en mikil alvara úr hverju andliti.

Eina fólkið sem bjart var yfir var í Hallgrímskirkju, en þar náði ég í lok altarisgöngu. Fagur söngur kórsins meðan á altarisgöngunni stóð.

Til sæta kom brosmilt fólk af erlendu bergi brotið. Á klæðnaði mátti merkja að þar færu ferðamenn með stutta viðdvöl.

Las í Mogga í morgun að hún Birgitte Laxdal Pálsson væri farin.

Hún var daglegur gestur í biðinni hjá mér á horninu. Árum saman.

Ekki get ég ímyndað mér að sú kona hafi nokkru sinni lagt samferðafólki sínu illt til.

Blessuð sé minning mikillar manneskju.

Netútgáfa Mogga segir mér að hitastigið sé 0°og merkir það með bláu.

Snjókornin falla stór og falleg í logninu og stærð þeirra gerir það að verkum að þau svífa til jarðar með hlykkjum á leið sinni. Nær samstundis láta þau lífið í því ástandi og breytast í vatn. Verða minningin ein á svipstundu eftir stutta ævi. 

Sorglegt að heyra af skrifum félaga minna hjá Strætó. Mér er sagt að þau séu með mig á heilanum og hafi miklar áhyggjur geðheilsu minni. Þau gera líka lítið úr félaga okkar Úlfi. Nefna alltaf sauðargæru þegar hann ber á góma.

Það er alltaf jafn hallærislegt og lítilmannlegt að skopast að nafni fólks. 

Við höfum haldið uppi málefnalegri gagnrýni á "ekki störf" þeirra og þau svara með skítkasti og rógi.

Við eigum að biðja fyrir svona fólki.

Lífið er svo stutt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband