Gef líkamsræktarstöðvum langt nef, hafandi Þingholtin og Túngötuna.

Veðrið hefur verið með fádæmum gott að undanförnu. Kalt, bjart og stillt. 

Daglegar gönguferðir mínar hafa flestar endað við kirkju Hallgríms Péturssonar á Skólavörðuholti, ýmist eftir Njarðargötu- eða Skólavörðustígsklifur.

 

Ég vona svo sannarlega að kaupmenn lifi endurnýjun iðra Skólavörðustígsins af, en útséð er samt um það,  að Verslun Andrésar verður lokað í vikunni.

Ég brá mér þar inn um daginn og fékk þessar sorgarfréttir, en margir hafa á 40 ára ferli verslunarinnar á þessum stað gert góð kaup á vönduðum fatnaði.

Hún sagði mér reyndar afgreiðslukonan að ekki vantaði nema eitt ár upp á 100 ára afmæli búðarinnar en allt kemur fyrir ekki, henni verður lokað.

 

Tæknihornið fyrir neðan Hvítabandið hlýtur að lifa þetta af því þar fara bestu tölvuviðgerðarmenn í heimi fimlegum höndum og fráum augum um bilaðar tölvur.

(Skyldu þeir vera búnir að sækja dagbókina mína á Makka plúsinn sem er hjá þeim?)

 

Þórir kaupmaður í Vísi sagði mér að Laugavegur 1 sé til sölu, bæði fram- og bakhús.

Það hlýtur hverjum fjárfesti að vera kappsmál að klófesta þau hús og njóta arðsins.

 

Þegar maður hefur Þingholtin að ganga um og Túngötuna á leiðinni heim er hægt að gefa öllum líkamsræktarstöðvum langt nef, svo framarlega sem veður er sæmilegt og vorið komi á þriðjudaginn eins og Mogginn segir og staðfest er af Árna Sigurðssyni veðurfræðingi.


mbl.is Vorið kemur á þriðjudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband