Það er hrikalegt þegar fólk "lendir" í fíkniefnasmygli og viðskiptum með efni dauðans.

Það er auðvitað mikil óhæfa að Færeyingar framfylgi lögum í landi sínu og að lögin eru ekki samhljóða íslenskum lögum.

Auðvitað á maðurinn að geta farið að vild með fíkniefni í Færeyjum; annað eins hefur nú gerst.

Svo leyfa Færeysk yfirvöld sér að finna að því að maðurinn brýtur lög sem gilda þar í landi um bréfasendingar fanga. Hann var jú að skrifa kærustunni og væntanlega að útskýra fyrir henni að hann hefði bara "lent" í þessu.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra ætti kannski að senda fólki aðvörun þess efnis, að ef það "lendir" í þeirri ógæfu að verða staðið að því að brjóta fíkniefnalög á erlendri grund, geti þau þurft að svara til saka fyrir verknaðinn. 


mbl.is Löng einangrunarvist Íslendings óviðunandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ótrúlega ertu tregur að skynja það ekki að óhæfan í þessu máli er ekki sú að þessi einstaklingur skuli hafa verið handtekinn og settur í gæsluvarðhald, heldur hitt að í gæsluvarðhaldi þessu er honum haldið einöngruðum án þess að leyfast nokkur samskipti við annað fólk í næstum hálft ár, og ennþá hefur ekki verið hægt að drullast til að rétta í máli hans, sem í huga flests fólks teldist að "framfylgja lögunum". Með öðrum orðum hefur þessi unga maður nú þegar, án þess að hafa verið til þess dæmdur sekur, tekið út töluvert langa fangelsisrefsingu og það á ómannúðlegasta máta sem hægt er að bjóða upp á, utan Guantanamo Bay. Hvernig þætti þér annars að dúsa einn í klefa bak við lás og slá, án þess að fá að tala við nokkra manneskju fram í október næstkomandi?

Þorvaldur S. Björnsson (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 15:21

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Orðavaðall þinn og ókurteisi hjálpa manninum ekki hætishót!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.4.2008 kl. 16:08

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Amen á efni færslunnar... þó deila megi um hvort Færeyingarnir hafi "lent í" að fara ónærgætnislega að þessum vesalings ógæfusama Íslendingi..

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.4.2008 kl. 23:02

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Auðvitað getum við vorkennt "þessum vesalings ógæfusama íslendingi".

En á meðan ungt fólk lætur lífið af völdum eiturlyfja get ég ekki haft samúð með dópsölum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.4.2008 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 1031703

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband