Nú fylgjast margir verkalýðsforkólfar spenntir með málalyktum, því ef undirskriftalýðræði er lögum stéttarfélaga æðra, má breyta stjórnum og fulltrúaráðum félaga eftir því hvernig vindar blása hverju sinni.


Skrif mín um sérkennilega aðferð Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar við að endurreisa nokkra fulltrúa 9. deildar félagsins nokkrum mánuðum eftir afsögn þeirra hafa vakið verðskuldaða athygli.


Tildrög málsins eru þau að framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem þau vinna hjá gerði athugasemdir við framferðið þegar hluti þeirra kom drukkinn á vinnustað með áfengi meðferðis eftir veisluhöld á vegum St.Rv.

Allir vita að stranglega er á þeim tekið sem þar koma undir áhrifum. 


Þau tóku athugasemdirnar óstinnt upp og sögðu af sér sem fulltrúar St.Rv. og þar með trúnaðarmenn starfsmanna gagnvart fyrirtækinu.


Út af fyrir sig kom það ekki að sök því eftir var einn aðalfulltrúi og tveir varamenn sem sjálfkrafa færðust upp.

 

Vikur og mánuðir liðu og allt gekk sinn vanagang nema hvað fyrrverandi fyrsti fulltrúi fór mikinn í fjölmiðlum og hótaði framkvæmdastjóra  kærum og málsóknum fyrir hin ýmsu lögbrot sem hann taldi að framin hafi verið.

Til að mynda birtist mynd af honum og tveimur öðrum afsögðum á tröppum Lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu, þar sem þau vígreif sögðust vera að fara með kæru á hendur framkvæmdastjóranum.


Fólkið sem hafði verið kosið til trúnaðarstarfa og átti að vera í fararbroddi samskipta við framkvæmdastjórnina stóð nú hvað eftir annað í opinberum heitstrengingum við fyrirtækið.

Þau voru reyndar búin að segja af sér trúnaðarstörfum svo skaðinn var  ekki eins mikill fyrir bragðið.


Er þau voru orðin þreytt á árangursleysi gjörða sinna fór þeim að leiðast þófið og fóru að leita hófanna um  að endurheimta stöður sína sem fulltrúar.

 

Auðvitað gerist það ekki hjá siðmenntuðu fólki, en formaður stéttarfélagsins sagði þeim á fundi að ef þau söfnuðu undirskriftum, nógu mörgum, þá gætu þau endurheimt fyrri stöður sínar í fulltrúaráði félagsins og sem trúnaðarmenn starfsmanna.

Að vísu er hvergi minnst á undirskriftarlýðræði í lögum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og ekki heldur í lögum BSRB.

Aðspurður hvort þetta væri löglegt svaraði formaður St.Rv. að hann teldi svo vera.

Með þau orð formannsins í huga skrifuðu margir nafn sitt á listann.


Hann var líklega ekki spurður um stöðu fulltrúanna sem höfðu færst upp og voru orðnir aðalmenn samkvæmt lögum félagsins.


Nú fylgjast margir verkalýðsforkólfar spenntir með málalyktum, því ef undirskriftalýðræði er lögum stéttarfélaga æðra, má breyta stjórnum og fulltrúaráðum félaga eftir því hvernig vindar blása hverju sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband