9.4.2008 | 10:51
Hættið þessum barnaskap.
Flutningabílstjórar eru ekki blankari en svo að þeir hafa efni á að láta eins og fífl upp á hvern dag vikum saman.
Er ekki tími til kominn að hætta þessari vitleysu og vinna málefnalega?
Þið eruð að toppa sárafáa vagnstjóra hjá ónefndu fyrirtæki.
![]() |
Bílstjórar: Við höldum áfram" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
-
malacai
-
gelgjan
-
aronb
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
solisasta
-
baldher
-
emmgje
-
bergruniris
-
skinogskurir
-
bjarnihardar
-
gattin
-
tilfinningar
-
greindur
-
ekg
-
einarsmaeli
-
evabenz
-
eyglohardar
-
eythora
-
ea
-
feministi
-
arnaeinars
-
g-bergendahl
-
gudni-is
-
lucas
-
gudmunduroli
-
zeriaph
-
boggi
-
gotusmidjan
-
doritaxi
-
hallurg
-
smali
-
heidistrand
-
heidathord
-
heimssyn
-
diva73
-
helgimar
-
himmalingur
-
kliddi
-
haddih
-
hordurj
-
ingabesta
-
ithrottir
-
jakobk
-
jonaa
-
jbv
-
joninaottesen
-
jon-o-vilhjalmsson
-
jonsnae
-
jorunn
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
katrinsnaeholm
-
kolbrunb
-
ksh
-
kollaogjosep
-
kristinn-karl
-
kristjan9
-
lady
-
presleifur
-
liljabolla
-
vonin
-
mariakr
-
methusalem
-
morgunbladid
-
obv
-
olinathorv
-
omarbjarki
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
rannveigh
-
redlion
-
trandill
-
puma
-
runirokk
-
rynir
-
fullvalda
-
hjolina
-
heidarbaer
-
holmarinn
-
nr123minskodun
-
sigurdursig
-
siggith
-
hvala
-
stebbifr
-
must
-
steinunnolina
-
svavaralfred
-
unnar96
-
valdimarjohannesson
-
vefritid
-
steinibriem
-
thorsteinn
-
thoragud
-
thordisb
-
thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 1033302
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er það málefnalegt þegar reynt hefur verið að fá viðtöl við ráðherra útaf þessum málum síðan í október margoft og ráðherra hefur aldrei viljað ræða við þá, en núna eftir mótmælin fá þeir allavega viðtöl við ráðherrana þrátt fyrir að þeir segist ekkert ætla að gera fyrir þá. er það málefnalegt af ráðherrum... neita viðtölum.
Axel Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 11:20
Auðvitað er það ómálefnalegt að neita mönnum um viðtal ef það er rétt.
Betra væri fyrir bílstjórana að setja kröfur sínar fram með skiplegum hætti ætli þeir að fá almenning til samstarfs við sig.
Það hefur verið reiknað út að tugir milljóna hafa farið í eldsneytiseyðslu í umferðartöfum af þeirra völdum.
Almenningur hefur skaðast um þessa milljónatugi og orkusalar og ríkissjóður hefur grætt.
Var að tilgangurinn?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.4.2008 kl. 11:40
Þú virðist ekki gera þér grein fyrir hversu yfirgnæfandi stuðningur er við þessar aðgerðir í þjóðfélaginu, ég var með trukkabílstjórum um helgina í fífunni að safna undirskriftum um lækkun á álögur á eldsneyti á íslandi og jákvæðnin í fólki var hreint út sagt ólýsanleg og ánægjan með aðgerðirnar var bara ótrúleg, hvatningarorð eins og ekki gefast upp, haldið áfram, við erum stolt af ykkur ofl ofl komu margsinnis fram og gaman að geta þess að aðeins einn aðili sem við ræddum við um helgina neitaði að skrifa á listann og fannst þetta fáránlegt. einn einstaklingur, en 2000 aðrir kvittuðu undir áskorunina.
Axel Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 12:04
Ég er ekki óvanur því að viðra skoðanir mínar þó þær séu ekki samhljóma skoðunuum fjöldans, þá viðraðar eru.
Mér finnst of dýru verði keypt að nokkrir einstaklingar sækjast í sviðsljósið.
Þá þykir mér undirskriftum hafa fjölgað í meðferð því fyrir tveimur dögum voru þær sagðar 1.500.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.4.2008 kl. 12:13
Þeir eru búnir að setja fram kröfur sínar í marga marga mánuði. Eiga þeir bara að halda áfram og berja hausnum við steininn? Nei, menn sprengja steininn bara.
B Ewing, 9.4.2008 kl. 14:49
Gefur þú séð kröfurnar B.?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.4.2008 kl. 15:09
Talandi um að berja hausnum við steininn.... þú ert nú svolítið þver. En kröfurnar eru og hafa alltaf verið lægri álögur á eldsneyti, breytingar á hvíldarlögum sem gera þau rýmri bæði að lengja hámarksaksturstíma, setja upp hvíldarstöðvar hringinn í kringum landið og gera hvíldarlögin sveigjanlegri td. ef menn eiga korter í næstu sjoppu að leyfa mönnum þá að fara korter framyfir tímann. En eitt í viðbót, hvað finnst þér um það að mjólkurbílstjórar, póstflutningamenn og rútubílstjórar fá að keyra ótakmarkað á meðan vörubílstjórar og flutningabílstjórar fá að keyra 4,5 tíma í senn og hámark 9 tíma á dag, 5 daga vikunnar. Meira mega þeir ekki keyra, er sanngirni í þessu, maður sem keyrir með 100 farþega í rútu má keyra þessvegna 24 tíma sólarhringsins á meðan maður sem ekur með malarhlass má ekki keyra meira en áður var talið upp...
Axel Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 19:04
Ég hef svo sem enga skoðun á þessu Axel varðandi þessa 4.5 tíma, en finnst svona í fljótu bragði að þetta sé full strangt ef engar hliðranir eru.
Þetta er þó fyrst núna sem ég heyri menn kvarta yfir þessu og það ekki fyrr en nokkrir dagar voru liðnir af mótmælaskeiðinu.
Þetta er auðvitað hreint bull hjá þér með rútubílstjórann og 24 tímana og það veistu sjálfur.
Þið skemmið mikið fyrir ykkur með ónákvæmum sögum og fullyrðingum eins og þetta með 2000 undirskriftirnar fyrr í dag núna með sólarhrings akstursheimild fyrir rútubílstjóra.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.4.2008 kl. 19:50
afhverju eru póstbílar undanþegnir vökulögum
Magnús Tómasson, 9.4.2008 kl. 23:09
það er skiljanlegt með flutning á lifandi dýrum og matvælum.
En fiskflutningar eru ekki undanþegnir vökulögum svo ég best veit.
Magnús Tómasson, 9.4.2008 kl. 23:13
Svo varðandi kröfurnar þá var talað við fjármálaráðherran Geir Hilmar Haarde fyrir ÞREMUR 'ARUM og þá lofaði hann öllu fögru og breytingum allt fór þá lögglegafram engin hörð mótmæli og nú þremur árum síðar hefur ekkert gerst þess vegna eru menn farnir að sýna hörku í aðgerðum í dag.
Hægt er að segja að mótmælin núna kallist góð byrjun en þegar við fáum okkar lækkun þá getum við haft í smáaletrinu að Heimir L. Fjeldsted borgi áfram hærra verðið.
Magnús Tómasson, 9.4.2008 kl. 23:30
Axel þú stóðst þig eins og hetja við grillið um helgina.
Magnús Tómasson, 9.4.2008 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.