Kröfurnar verða ekki settar fram fyrr en á morgun.

Flutningabílstjórar eru komnir í hinar verstu ógöngur með málatilbúnað sinn.

Þeir eru ekki ennþá búnir eftir 10-12 daga ofbeldi á götunum að gera sér né öðrum grein fyrir hverju þeir eru að mótmæla í raun.

Að sögn talsmanns þeirra á hópur á þeirra vegum að skila áliti á morgun.

Hefði ekki verið nær að fá kröfurnar á hreint fyrst og leggja þær fram? 


mbl.is Mótmælt við ráðuneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er verk stjórnvalda, ekki bílstjóra, að móta skynsamlegt reglugerðarumhverfi sem hægt er að vinna með. Að mati bílstjóranna, þeirra sem eiga að vinna með það hefur þetta mistekist. Ert þú kannski að leggja til að Kristjáni Möll víki og Sturla & co. taki við samgönguráðuneytinu? (Sturla Jónsson meina ég, ekki Böðvars, hann er búinn að fá að prófa!)

Guðmundur Ásgeirsson, 7.4.2008 kl. 14:44

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Reglugerðin sem farið er eftir er samin suður í Brussel og er á vegum Evrópusambandsins. Flutningabílstjórar verða einfaldlega að koma sér saman um hvað þeir vilja fá breytt og setja það skilmerkilega fram.

Annað var það nú ekki Guðmundur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.4.2008 kl. 15:31

3 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ég skildi mótmæli þeirra til að byrja með svo að þeir væru að mótmæla háu eldsneytisverði. En svo smám saman lak þetta yfir í það að vera mótmæli gegn reglugerðar farganinu í kringum þeirra störf og þá aðallega eftirlitið með vinnutíma þeirra.

En ég er sammála að þegar menn fara út í svona aðgerðir verða þeir að vera með það á hreinu hverju þeir eru að reyna að koma til leiðar.

Að krefjast lækkunar eldsneytisverðs er bara út í hött á þessum tímum þegar bæði gengi er óstöðugt og olíuverð sveiflast á alþjóðamörkuðum.

Gísli Sigurðsson, 7.4.2008 kl. 18:45

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Við lítum þetta svipuðum augum Gísli.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.4.2008 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband