31.3.2008 | 11:56
Er það hlutverk fulltrúa Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar að ljúga að borgarfulltrúum?
Talsmenn starfsmanna Strætó ljúga vísvitandi að borgarfulltrúum í bréfi sem sagt er vera frá stafsmönnum Strætó bs. :
" Í upphafi fór Framkvæmdastjóri í að "hanka" trúnaðarmenn. Fimm af þeim "hönkuðu" áttu að fá áminningu fyrir að hafa mætt drukknir á Hlemm. Hætt var við að áminna fjóra af fimm en einn stendur eftir (1. fulltrúi) vegna þess að hann var í forsvari fyrir hópinn og tjáði sig við fjölmiðla...? Hvar er jafnræðisreglan? Það mál er á leiðinni fyrir dómstóla. "
Undir þessi orð eru nöfnin; Jóhannes Gunnarsson, Friðrik Róbertsson og Ingunn Guðnadóttir.
Sannleikurinn er sá, að þeir sem ekki voru áminntir viðurkenndu mistök sín og báðust afsökunar.
Starfmenn Strætó spyrja hvaða hagsmunum svona málflutningur "trúnaðarmanna" þjóni.
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ þetta er allt saman leiðindamál. Það er óskandi að einhverntíman náist sátt milli starfsmanna og yfirstjórnar Strætó b.s. Það er svo leiðinlegt að horfa uppá þetta, allra vegna.
Sigurbrandur Jakobsson, 31.3.2008 kl. 12:26
Mikið rétt hjá þér, en þessi vitleysa er bara á fullu ennþá, því miður:(
Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.3.2008 kl. 13:12
Já og sennilega ekki að leysast farsællega. Ég veit bara hreinlega ekki hvað segja skal, mér finnst þetta svo ömurlegt uppá að horfa. Það er eins og allt sé að fara til fjandans í Reykjavík. Ekki bara miðborginn.
Sigurbrandur Jakobsson, 31.3.2008 kl. 13:20
Reynir Jónsson framkvæmdastjóri virðist hafa fullan stuðning sinna yfirmanna og starfsmenn verða bara að gangast við því að það eru ekki þeir sem stjórna fyrirtækinu, heldur framkvæmdastjórinn með fulltingi stjórnar. Svo einfalt er það mál.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.3.2008 kl. 13:27
Nei enda á að sjálfsögðu að vera bara einn skipstjóri á skútuni. En hann á ekki að mega hegða sér hvernig sem er gagnvart starfsmönnum sínum (áhöfnini). Þetta eru bara mannlegir menn eða fólk með sínar skuldir, fjölskyldur o.fl á bakvið sig rétt eins og hann og stjórnin. En að vísu fannst mér oft þessi tímabil sem ég vann þarna að stundum væru starfsmenn að fara svoldið offari yfir sumum hlutum sérstaklega meðan Ásgeir var framkvæmdastjóri, gera fár úr litlu. Kannski það komi í bakið á fólki núna, því samt sem áður var og er Strætó b.s. ekki slæmur vinnustaður að mörgu leiti.
Sigurbrandur Jakobsson, 31.3.2008 kl. 13:35
Strætó var úrvals vinnustaður þegar ég hóf þar störf á sínum tíma.
Síðan komst ákveðin klíka starfsmanna á ferð og ekkert stöðvaði hana í því markmiði sínu að koma ákveðnum mönnum frá.
Fyrir tveimur árum skrifuðum við tveir trúnaðarmenn síðan grein í Morgunblaðið þar sem við hvöttum til friðar um Strætó og þá komu ólíklegustu menn (að mínu mati) fram úr holum sínum og lögðust með fullum sínum þunga og Starfmannafélags Reykjavíkurborgar á okkur tvo.
Þennan hóp skipa m.a. sprúttsali og landsfrægur meiraprófssali.
Það er sorglegt þegar slíkir óheilindamenn taka starfsmenn í gíslingu og beita þeim til óheillaverka.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.3.2008 kl. 14:27
Já það er satt hjá þér mér fannst það sama þegar ég hóf fyrst störf hjá Strætó b.s. 2003. En í stórum hópi starfsmanna leynist allskonar fólk. Eins og ég hef upplifað þetta þessi tímabil sem ég starfaði þarna, þá fannst mér mikil vendipunktur verða við breytingarnar á leiðar og vaktakerfinu 2005, og skuggasveinar fara á stjá. Það var klaufaskapur hjá stjórn Strætó b.s. að taka þetta ekki fastari tökum. Styðja við bakið á sínu starfsfólki og halda aftur af skuggasveinum. Ég fékk því leið á að vinna við þann móral sem þróaðist við þetta, EN mér fannst hafa orðið breyting til batnaðar þegar ég byrjaði svo aftur þarna um áramótinn 2006-7. En friður er verðmætur, og núna í ágúst síðast liðnum þegar ég hætti aftur og fór í víking hingað vestur á Sand, að þá fannst mér draugagangurinn vera kominn af stað aftur, því miður.
Meirihluti bílstjóra og starfsfólks Strætó b.s. er öndvegisfólk, og hreint með ólíkindum í svona stórum hóp. Málið er kannski líka að fólk er þarna af fúsum og frjálsum vilja, en gerir sér kannski ekki grein fyrir því að það getur farið líki því ekki vinnustaðurinn.
Sigurbrandur Jakobsson, 31.3.2008 kl. 16:18
Ég tek heilshugar undir það með þér Sigurbrandur að mikill meirihluti starfsmanna er öndvegis fólk, það er þess vegna sem mig svíður sárt að horfa upp á framkomu hinna fáu "besservissara".
Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.3.2008 kl. 16:46
Þetta er sárt en við breytum engu. Hafðu það gott fyrrum vinnufélagi. Ég er að taka til við brauðstritið í kvöld og verð ekki í tölvu færi fyrren á föstudag.
Bestu kveðjur
Sigurbrandur Jakobsson, 31.3.2008 kl. 17:03
Gangi þér allt í haginn.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.3.2008 kl. 17:11
Athyglisvert. Ég er ekki frá því að ég hafi séð svipuð vinnubrögð hjá öðru stéttarfélagi sem ég lenti einu sinni í útistöðum við.
Þetta er ekki góð latína, en því miður er ég hrædd um að sumstaðar sé hugarfarið þetta sem þú lýsir þarna.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 1.4.2008 kl. 09:05
Það er vissulega slæmt þegar fulltrúar stéttarfélaga reyna að taka að sér stórn fyrirtækja/skóla og beita svo óheiðarlegum aðferðum sem raun ber vitni um.
Ég skil þinn vanda betur í ljósi reynslu minnar.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.4.2008 kl. 09:31
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 1.4.2008 kl. 09:32
Svona er upphaf bréfs "trúnaðarmanna" (eins og þau kalla sig) f.h. starfsmanna til borgarfulltrúa:
"Hæ.
Eins og fram hefur komið upp á síðkastið er ýmislegt að hjá Strætó. Við viljum biðja þig/ykkur um að skoða fylgiskjalið sem er hérna með og taka nokkrar mínútur í að ræða málið á Borgarstjórnarfundi á morgun 4. mars 2008.
Eins langar okkur að biðja þig að skoða heimasíðuna okkar: www.hivenet.is/bus
Ábyrgðin er hjá ykkur.
Með kveðju
Fyrir hönd starfsmenn Strætó
Trúnaðarmenn
Jóhannes Gunnarsson. 1. trúnaðarmaður.
Friðrik Róbertsson. 2. trúnaðarmaður.
Ingunn Guðnadóttir. 3. trúnaðarmaður."
Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.4.2008 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.