Ég villist oft af vegi.

 Vantrúaðir fara mikils á mis að mínu mati.
Ein perla okkar kristinna er eftirfarandi sálmur Davíðs Stefánssonar
sem ekki þarfnast skýringa:
 
Ég kveiki á kertum mínum.
 
Ég kveiki á kertum mínum
við krossins helga tré.
Í öllum sálmum sínum
hinn seki beygir kné.
Ég villtist oft af vegi.
Ég vakti oft og bað.
Nú hallar helgum degi
á Hausaskeljastað.

Í gegnum móðu' og mistur
ég mikil undur sé.
Ég sé þig koma, Kristur,
með krossins þunga tré.
Af enni daggir drjúpa,
og dýrð úr augum skín.
Á klettinn vil ég krjúpa
og kyssa sporin þín.

Þín braut er þyrnum þakin,
hver þyrnir falskur koss.
Ég sé þig negldan nakinn
sem níðing upp á kross.
Ég sé þig hæddan hanga
á Hausaskeljastað.-
Þann lausnardaginn langa
var líf þitt fullkomnað.

Að kofa og konungshöllum
þú kemur einn á ferð.
Þú grætur yfir öllum
og allra syndir berð.
Þú veist er veikir kalla
á vin að leiða sig.
Þú sérð og elskar alla,
þó allir svíki þig.

Ég fell að fótum þínum
og faðma lífsins tré.
Með innri augum mínum
ég undur mikil sé.
Þú stýrir vorsins veldi
og verndar hverja rós.
Frá þínum ástareldi
fá allir heimar ljós.

Davíð Stefánsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú ert aldeilis á efrihæðunum þessa dagana Heimir.

Þessi sálmur eins og allir aðrir eru mannanna verk og lýsa engu öðru en óskhyggju höfundar.  Sama hversu mögnuð orðanna hljóðan verður, lýsa þau engu öðru en hugsun höfundar. Sem er ímyndun og óskhyggja ein, því miður.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.3.2008 kl. 22:54

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Af hverju "því miður", Axel?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.3.2008 kl. 01:47

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Amen  Gleðilega páska

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.3.2008 kl. 03:20

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Af þeirri einföldu ástæðu HEIMIR að þá væri óskhyggjan ekki lengur tálsýn heldur sannleikurinn eini. Allt sem við viljum og trúin boðar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.3.2008 kl. 04:05

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Okkur kristnum þykir ekki miður að lifa í trúnni:-)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.3.2008 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband