Skemmtilegt viðtal við Keflvískan KR-ing.

Á meðan menn bíða leiksins stóra,  Manchester United gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni er rétt að lesa eitthvað skemmtilegt.

Viðtal í Víkurfréttum vekur athygli allra knattunnenda og hef ég tekið það traustataki og birti hér:

"Knattspyrnumaðurinn Jónas Guðni Sævarsson gerði sitt fyrsta landsliðsmark um helgina þegar Ísland tók á móti Færeyjum í Kórnum í Kópavogi. Leikurinn var fyrsti landsleikurinn sem fram hefur farið innandyra hér á landi. Jónas kom Íslandi í 1-0 skömmu fyrir hálfleik en Ísland hafði 3-0 sigur í leiknum og sagði Jónas að afi sinn, sem er Færeyingur, hefði verið sérlega stoltur af barnabarninu. Jónas gekk til liðs við KR frá Keflavík að lokinni síðustu leiktíð og kveðst ánægður með dvölina í Vesturbænum.

,,Ég skoraði nú með skalla um daginn fyrir KR en það var ekki á jafn stórum vettvangi,” sagði Jónas í samtali við Víkurfréttir en leikurinn gegn Færeyingum var hans fjórði landsleikur. ,,Það var ekki leiðinlegt að skora í leiknum þar sem afi minn er Færeyingur og ég ¼ Færeyingur. Afi var bara stoltur af stráknum og ekkert súr út af úrslitunum, hann heldur með mér,” sagði Jónas kátur í bragði en hann sagði leikinn gegn Færeyjum hafa verið erfiðan.

,,Það var erfitt að finna svæði til að fá boltann því varnarlega voru þeir mjög vel skipulagðir. Við settum á þá mark svo þeir þurftu að sækja og við nýttum okkur það mjög vel þegar svæðin þeirra opnuðust og kláruðum dæmið eftir frekar leiðinlegan fyrri hálfleik,” sagði Jónas sem mætti sínum gamla liðsfélaga Símun Samuelsen í leiknum. ,,Símun fór meiddur af velli og ég vona að þetta sé ekki alvarlegt hjá honum en hann óskaði mér til hamingju með markið,” sagði Jónas sem er sáttur í Vesturbænum.

,,Þetta er skemmtilegur hópur af leikmönnum hjá KR og við vorum að bæta við okkur góðum miðjumanni í Viktori Bjarka og það verður spennandi að sjá hvernig þessu verður stillt upp hjá okkur þar sem samkeppnin um stöður er gríðarleg,” sagði Jónas sem nú leikur fyrir lið þar sem væntingarnar eru ávallt miklar. Nú þegar KR hópurinn samanstendur af nafntoguðum leikmönnum finnur hann þá fyrir meiri pressu en hann hefur áður kynnst í boltanum?

,,Ég sem leikmaður hef ekki upplifað þessa pressu hérna og er engan veginn hræddur við að takast á við hana. Það er alltaf pressa í Vesturbænum og sama hvar okkur verður spáð í deildinni þá ætlar klúbburinn sér alltaf mikla hluti. Ég tel að þetta muni ekki hafa áhrif á okkur,” sagði Jónas sem í fyrsta sinn í sumar mun mæta á Keflavíkurvöll í deildarkeppninni í öðrum búningi en með K-merkið fyrir brjósti sér."

 

Það verður gaman að fylgjast með þessum leikna strák í sumar og er hann velkominn í KR eins og reyndar allir. 

 


mbl.is Taugastríðið hafið fyrir leik United og Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband