Gerið raunhæfan verðsamanburð.

Hver eru mest seldu lyfin hér á landi, þá er ég að tala um lyf sem tekin eru að staðaldri?

Er ekki rétt að gera samanburð á verði þeirra, en ekki taka dæmi af lyfjum sem seljast í minna magni og snerta færri einstaklinga þó ekki sé gerður mannamunur?

Ég veit af lyfi sem ég þurfti á að halda fyrir áramótin og kostaði hér yfir 30 þúsund krónur þriggja mánaða skammtur, en ég fékk frá Svíþjóð fyrir 77 krónur sænskar.

Verðsamanburður SVÞ er með þeim annmarka að þeir draga taum lyfsölukeðjanna . 

Ég sakna gagnrýninnar blaðamennsku í lyfsölumálum. 


mbl.is Lyf ódýrari hér en í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já hver lét gera þessa könnun?

Ólafur Þórðarson, 19.3.2008 kl. 14:09

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Samtök verslunar og þjónustu gerðu samanburðinn, en það eru samtök þeirra sem selja lyfin í smásölu.

Auðvitað leita þeir með logandi ljósi að dýrarai lyfjum erlendis en láta sér hag neytenda engu varða.

Það er ekki tilgangur samtakanna.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.3.2008 kl. 14:16

3 identicon

Sámmála.  Nota lyf sem kosta  3600 isk hér,  en 30 danskar krónur í Danmörku. Hver lét gera þessa könnun og hvaða lyf eru þau að kanna?

Hanne Krage Carlsen (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 14:17

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mismunur á verði daglyfja er mikill, það er marg sannað.

Auðvitað getum við neytendur gert okkar kannanir, en upplýsingar liggja frekar á lausu að ég hygg ef atvinnumenn eins og þau á blöðunum leita hófanna um söluhæstu sítökulyfin ef svo má að orði komast og verð þeirra.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.3.2008 kl. 14:31

5 identicon

Er orðinn þreyttur í Evrópuvæli Íslendinga. Norðurlönd þetta og ESB hitt...

Rétt eins og með matvörurnar þá gleymist alltaf að nefna að meðallaun á Íslandi eru svona helmingi hærri en á meginlandinu.

Geiri (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 16:41

6 identicon

Það er nú ekki hægt að sitja undir svona bulli sem slegið er inn hjá þér ágæti Heimir. IP-Geiri framsetur að meðallaun séu helmingi hærri en á meginlandinu. Með 30% meiri vinnu náum við ekki 75% meðallauna. Hvað fór úrskeiðis í skólakerfinu? Hversu upplýst er IP-þjóðin?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 19:23

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þetta kom mér eitthvað spánskt fyrir sjónir Gísli. Ég þekki fólk sem býr og starfa á meginlandi Evrópu og það er ekki sammála Geira.

En virðum við ekki skoðanir fólks?;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.3.2008 kl. 19:50

8 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Mér er í raun fjandans sama um allan samanburð. Efir að hafa verið hraustur og varla misst dag úr vinnu í 35 ár,og borgað skatta af hverri krónu. Verða svo fyrir því að veikjast og þurfa þá áð borga hundruðir þúsunda í sýklalyf, rannsóknir, sérfræðinga og allt það, þá spyr maður sig, í hvað fór skatturinn. Vissulega kostar skólaganga barna minna sitt en ég sé ekki betur en þjóðfélagið komi vel út úr því. Það vel að ég mun greiða stoltur með þeim sem óheppnari eru. Betur ef björgúlfarnir hugsuðu þannig.

Rúnar Sveinbjörnsson, 19.3.2008 kl. 22:42

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þjóðfélagið fjárfestir í börnum með skólagöngu og því meiri menntun sem þau þiggja því hagstæðara er það fyrir þjóðfélagið; fá betri skattgreiðendur.

Þú skalt því ekki líta á það sem mínus fyrir þig Rúnar.

Staðreyndin er sú að það opinbera er að færa síiaukinn heilbrigðiskostnað yfir á okkur sem höfum varið lífinu í að byggja upp fyrir efri árin og heilsuleysið, en það kemur á okkur samt með þunga.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.3.2008 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband