Guðmundur Ólafsson enn við sama heygarðshornið.


Ræða orðið meira um menn en málefni.

 

Ég set mig helst ekki úr færi við að hlusta á þá kumpána Guðmund Ólafsson og Sigurð Guðmund Tómasson á útvarpi Sögu á föstudagsmorgnum.


Yfirgripsmikil þekking þeirra á mörgum málefnum er aðdáunarverð og oft hrein unun á að hlýða; ekki síst þegar þeir fara í austurveg.


Mikil eru vonbrigði mín samt hvern einasta föstudag, þegar þeir taka sig til við persónuníð eins og allir þekkja og altalað er.


Nokkur nöfn eru föst á aftökulista þeirra og fá hafa bæst við nema hvað nafn Boga Ágústssonar bættist við fyrir skömmu.


Fyrir mörgum árum sat ég sem oftar á kaffistofu Norræna hússins og las dönsku blöðin með kaffinu.


Á næsta borði við mig sátu nokkrir starfsmenn Háskóla Íslands sem mátti greina á tali þeirra og þar talaði hæst og mest Guðmundur þessi Ólafsson.

Hvert var umræðuefnið sem hann þrumaði yfir velsetna kaffistofuna svo allir máttu hlusta á nauðugir viljugir?

Rétt til getið Hannes Hólmsteinn Gissurarson og ómöguleiki hans til lífsins.


Enn þann dag í dag 14. mars 2008 þrumar Guðmundur Ólafsson hagfræðingur í fullkominni minnimáttarkennd ófrægingarorð um þennan fyrrum samstarfsmann sinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég geri ráð fyrir að Guðmundur Ólafsson megi hafa skoðanir á mönnum og málefnum, rétt eins og við hinir. Ég hlusta alltaf, þegar ég kem því við, á þá félaga á Sögu. Ég hef ekki greint þá fara yfir strikið í umfjöllun sinni um menn.

Því miður er ekki hægt að segja það sama um Hannes. Fáir, ef þá nokkur, hafa hraunað yfir aðra af jafnmiklu skeytingarleysi og einstengishætti og Hannes Hólmsteinn. Hann opnar ekki á sér túllann án þess að gefa á sig skotleyfi. Það er undarlegt því svona haga Húnvetningar sér almennt ekki. En kannski er það framsóknarkynið?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.3.2008 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband