Sýnið mér að ég megi hér eftir sem hingað til vera stoltur af Vestfirskum uppruna mínum.

Er atgervisflóttinn virkilega orðinn svo mikill frá Vestfjörðum að brottfluttir þótt klárir séu þurfi til að "bjarga Vestfjörðum"?

Ég sem ættaður þaðan og tel mig vita betur hlýt að mótmæla þessu harðlega, því ég er þess fullviss að ef Vestfirðingar einhenda sér í að hafa frumkvæði að einhverju sjálfir og hætta að stóla á utanaðkomandi hjálp, muni þeir uppskera ríkulega.

Segið já við olíuhreinsunarstöð eða öðrum þeim tækifærum sem bjóðast og reynið ekki að blogga ykkur út úr vandanum.

Sýnið mér að ég megi hér eftir sem hingað til vera stoltur af Vestfirskum uppruna mínum. Smile


mbl.is Bloggarar taka sig saman og vilja „bjarga Vestfjörðum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Þórðarson/dóritaxi

BBV-samtökin The Thinker? Samanstanda að mestu eða öllu leyti af brottfluttum vestfirðingum sem gáfust upp á dvölinni hér fyrir vestan en vilja halda í þá ímynd af svæðinu að hér sé ekkert nema fuglasöngur í móum og ekkert fái truflað sólarupprás né sólarlag, nei við verðum að gera eitthvað og og það strax ef hér geti þróast fjölmenn byggð með fjölskrúðugu mannlífi, ég segi Yes! fyrir framþróun og framförum.

Halldór Þórðarson/dóritaxi, 7.3.2008 kl. 18:00

2 Smámynd: Siggan

Sammála með þessa brottfluttu(nema að mér undanskilinni) Fleiri brottfluttir þurfa að horfast í augu við það að til róttækra aðgerða verður að grípa til þess að bjarga Vestfjörðum en ekki á þann hátt að ekki breyta neinu. Það sem fólkið þarf er vinna, punktur. Ekki vinnu sem stendur yfir í 4 mánuði á ári, ekki vildi ég sjá bæinn minn verða að sumarbústaðabyggð. Það þarf vinnu fyrir alla og líka þá brottfluttu sem hafa áhuga á því að snúa aftur. Ég held að þeir brottfluttu sem standa að þessu átaki ætli sér aldrei að snúa til baka og því ættu þeir ekki að ráða þessu.

Siggan, 7.3.2008 kl. 22:20

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sammála ykkur báðum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.3.2008 kl. 22:35

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Leyfum fólkinu sem býr þarna að ráða....í undirbúningshóp he he Vopnfirðingur og ein frá Sandgerði ...halló

Einar Bragi Bragason., 8.3.2008 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1032778

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband