6.3.2008 | 11:43
Ófriði hjá Strætó verður að linna.
Hjá Strætó ríkir mjög alvarlegt ástand um þessar mundir meðal starfsmanna og hafa menn á orði að þótt oft hafi logað ófriðarbál, keyri um þverbak nú.
Einn maður sem telur sig tala munni samstarfsmanna sinna hefur farið hamförum í einkastríði sínu við framkvæmdastjórn fyrirtækisins í viðtölum í dagblöðum og bréfaskrifum til stjórnmálamanna, fyrir utan að hann og hans nánustu samstarfsmenn gera fólki lífið óbærilegt í hvíldartímum, á kaffistofum og víðar.
Þessi maður var kosinn trúnaðarmaður á liðnum haustmánuðum og losaði sig við ábyrgðina með afsögn við fyrsta mótlæti; má segja daginn eftir að stéttarfélagið hélt nýjum trúnaðarmönum hóf til að fagna kjöri þeirra.
Hann hefur nú verið endurreistur og endurræstur af Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar til frekari herferðar á hendur fyrirtækinu sem hann vinnur hjá.
Þessi maður ásamt með stéttarfélaginu ætti þessa dagana að vera einbeittur í að undirbúa nýjan kjarasamning, en núverandi kjarasamningur rennur út í haust.
Það lýsir kannski ástandinu best að fjórir af fimm sem hafa hringt í mig í gær og í dag segja:"þessi maður verður að hætta".
Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar með fulltingi formanns BSRB hefur með þessari aðgerð sagt Strætó bs. stríð á hendur með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir um 200 starfsmenn fyrirtækisins.
Mikið hvílir á herðum þeirra sem ábyrgðina bera.
Fjölmargir starfsmenn hafa komið að máli við undirritaðan og lýst áhyggjum sínum af þróun mála og eiga þeir það eitt sameiginlegt; að vilja frið um vinnustaðinn sinn.
Ófriðurinn hefur eitrað líf þeirra og fjölskyldna þeirra nóg.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:54 | Facebook
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.