Auðvitað hafði Jóhanna rétt fyrir sér.

Þessa frétt tók ég traustataki af Vísi og vona ég að mér fyrirgefist það.Errm

Mér þótti undarlegt að Jóhanna Sigurðardóttir var sökuð óbeint um að fara með rangt mál, því það er svo sannarlega ekki vani hennar.

Ég vona bara að málið hafi ekki eftirmála fyrir Sigríði Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra Svæðisskrifstofunnar.Frown

"Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi sendi í kvöld frá sér fréttatilkynningu vegna fréttaumfjöllunar í fjölmiðum undanfarna daga um að svæðisskrifstofan hefði synjað fjölskyldum fatlaðra barna um aðstoð frá stuðningsfjöldskyldum.

Tilkynningin er svohljóðandi:

Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum síðast liðna viku, vill Svæðisskrifstofa Reykjaness geta þess að Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra hefur að öllu leiti farið rétt með um það að engri fjölskyldu fatlaðs barns hafi verið neitað um stuðningsfjölskyldu.

Svæðisskrifstofa Reykjaness hafnaði engum stuðningsfjölskyldusamningum. Foreldrum sem óskuðu eftir endurnýjun á samningum var tilkynnt um að bið yrði á afgreiðslu þeirra þar til fjárveitingar væru tryggðar.

Svæðisskrifstofa, og Félags- og tryggingamálaráðuneytið hafa átt góða samvinnu við lausn málsins. Engin skerðing verður á þjónustu við fötluð börn á Reykjanessvæðinu hvorki í skammtímavistun né stuðningsfjölskyldum.

Allar fyrirliggjandi umsóknir um stuðningsfjölskyldu hafa nú þegar verið afgreiddar.

Af gefnu tilefni vill undirrituð hér með koma á framfæri að fjárheimildir stofnunarinnar árið 2007 var rúmur 1,6 milljarður. Rekstur stofnunarinnar á síðasta ári var innan við 1% umfram fjárheimildir en ekki 50% eins og hermt hefur verið. Svæðisskrifstofa Reykjaness annast umfangsmikla búsetu-, skammtímavistunar-, dag- og stoðþjónustu við fatlaða í 12 sveitarfélögum á svæðinu.

Fyrir hönd Svæðisskrifstofu Reykjaness, 
Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband