Er Jón Ólafsson þá ekki sekur?

Það hefur löngum verið altalað að Jón Ólafsson hafi hagnast með vafasömum hætti. Skólasystkini hans úr grunnskóla í Keflavík hafa m.a. borið að hann hafi tekið af þeim verndargjald að hætti ónefndra samtaka kennd við eyju undan Ítalíuströndum.

Síðan hefur orðrómurinn fylgt þessum syni Friðgeirs heitins Olgeirssonar fyrrum bátsmanns hjá Skipaútgerð Reykjavíkur og síðar stýrimanns.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson (HHG) mátti bara ekki birta það á heimasíðu sinni sem almannarómur á Íslandi hafði talað árum saman. Ekki veit ég hvort HHG minntist á smygl af Keflavíkurflugvelli eða eiturlyf enda las ég ekki umrædda grein hans.

Hvað sem öllum málaferlum líður mun almannarómur telja Jón Ólafsson sekan um margt. 


mbl.is Frávísunarkröfu Hannesar hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ert þú ekki á hálum ís Heimir?  Það stæði nú vart steinn yfir steini á Íslandi ef rógur, illt umtal og hinn marg umtalaði almanna rómur væri ígildi dóms eða einhvers sannleika. Það er enginn maður sekur, lögum samkvæmt fyrr en fallið hefur dómur í þá veru í dómsal, ekki á götunni Heimir. Ef mig misminnir ekki þá hefur þú einmitt verið að benda fjandvini þínum á eitthvað svipað.

Ég hef líka heyrt þessar sögur um Jón Ólafsson, en ég treysti mér ekki til að fella dóm yfir manninum á grundvelli þeirra. Gleymum ekki sögunni um fjöðrina sem varð að mörgum hænum. Og gott siðferði segir: Sá yðar sem synd....

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.3.2008 kl. 13:33

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég er ekki að fella dóma Axel, hvarflar ekki að mér. Aftur á móti er ég að segja hvað hefur verið altalað áratugum saman. Manst þú eftir að nokkuð hafi sannast á Jón Ólafsson nema eitthvað lítilræði af eiturlyfjum sem var gerð dómsátt um, og einhverjar milljónir í skattamisferli?

Jón Ólafsson hefur lifað opinberu lífi hér á landi, var stóreignamaður án þess að greiða nema svokallað vinnukonuútsvar um árabil.

Hann notaði þó allt það sem eitt allsnægtaþjóðfélag hefur upp á að bjóða, bæði af ríki og sveitarfélögum. Hann hafnaði því með gjörðum sínum að taka á sig samfélagslega ábyrgð og verður alltaf munað eftir honum fyrir vikið.

Báðir vitum við Axel að menn komast ekki til auðs án tekna.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.3.2008 kl. 13:47

3 identicon

"enda las ég ekki umrædda grein hans"

 nei þú virðist ekki hafa lesið mikið í gegnum ævina, vísar í Gróu á Leyti, sem hellstu heimild þína fyrir því að Jón sé glæpamaður.

mikið væri það auðvelt fyrir dómara að dæma þá menn í fangelsi fyrir hitt og þetta, með því einu að vísa í þá miklu manneskju og viskusteinsem Gróa er. eigum við ekki bara gera þá Gróu af Stjórnarskrá Íslands?

eðlileg krafa okkar hinna í samfélaginu, að þið sem skrifið þessi blogg hérna á þessum vef, notið annað slagið það sem er inn í hauskúpunni. ef það er þá e-ð annað en vatn?

Leifur (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 15:50

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Leifur ef þú þá heitir það, veist hvað talað hefur verið um í þjóðfélaginu og ætla ég þér ekki þá heimsku sem þú tileinkar mér. Ég hef fylgst með þessum málaferlum og þar hefur verið vitnað í greinina Leifur eins og þú veist manna best.

Þessa Gróu sem þú kennir við Leiti er ekki í mínum kunningjahópi, en mér sýnist að þú gætir kynnt okkur?

Oft gutlar hæst í grunnri kúpu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.3.2008 kl. 15:58

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

  

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.3.2008 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband