Silfur Egils.

Að hlusta á formann Vinstri grænna í Silfri Egils þessa stundina er eins og að hlusta á talsmann Alþýðubandalagsins sáluga, því slíkt er afturhaldsrausið.

Hann berst á hæl og hnakka gegn hverskyns framförum og hefur gert, enda ber fylgi flokksins það með sér.

 

Svipað er upp á  teningnum hjá Árna Páli Árnasyni, sem hvetur til samdráttar í framkvæmdum, með það fyrir augum að lækka verðbólgu, þrátt fyrir að atvinnuleysi fylgi í kjölfarið.

 

Þessir tveir  annars glæsilegu fulltrúar alþýðuflokkanna íslensku eru í engum tengslum við grasrótina; alþýðu manna sem stendur öðrum fremur undir hagsæld þjóðfélagsins.

 

Ég á svolítið erfitt með að meta orð og skoðanir Sæunnar Stefánsdóttur Framsóknarmaddömu í þættinum, enda yrðu þær skoðanir mínar litaðar af samhug með henni (Sæunn er KR-ingur).

 

Einar Kristinn Guðfinnsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra er rökfastur og fimur sem endranær og er sjálfum sér og Vestfirskri arfleifð sinni til sóma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 1033843

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband