26.2.2008 | 16:49
Vil frekar erlenda banka en íslenska okurbanka.
Mikil umræða hefur farið fram undanfarna daga um stöðu íslensku bankanna. Að því er virðist telja stjórnvöld að allt þurfi að gera til að þeir fari ekki það halloka í lánsfjárkreppunni að þeir snúi tánum upp.
Er það ekki bara hagstætt þjóðinni þ.e.a.s. hinum almenna launþega, því hvergi á byggðu bóli sem við viljum bera okkur saman við er annar eins fjármagnskostnaður hjá okkur borgurunum. Þegar ég fór á hausinn höfðu bankarnir þénað einhver ósköp á mér og fengu allt sitt og mikið meira en það.
Ég hef enga samúð með moldríkum eigendum íslensku bankann og vildi mjög gjarnan sjá erlenda banka hér á landi í stað íslensku okurbankanna.
Mikil velta með skuldabréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið er eg sammála þer, bankarnir hafa alltaf seð svo um að þeir fá alltaf sitt (veðin góðu) og er allveg sama um á hvað mörgun það bitnar. Her i noregi getur maður hugsað til framtíðar og þarf ekki að vera stressaður yfir því að verðbólgan fari úr böndum eða að lánið hækki og hækki vegna vaxtahækkana og verðtryggingar eða þá sama gamla rullann, launahækkanir verða etnar upp áður en að búið er að skrifa undir kjarasamningana, það þarf mikið að breitast á íslandi áður enn að eg færi að hugsa um að snúa til baka.
Vilhjálmur Bjarnason (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 19:59
Já Heimir! Gaman að lesa þetta. Ég fór líka á hausinn 1988 í þeirri verðbólgu sem var þá. Kona og 2 smábörn með það 3ja á leiðinni og vinna venjulega launavinnu var ekkert að ganga upp. Svo fer é til Svíþjóðar og borgaði öllum á Íslandi nema bönkunum. 25 árum senna er ég á einhverri vanskilaskrá hjá Landsbankanum út af bréfi sem ég skrifaði upp á hjá bróður mínum. Kem til Íslands fyrir tveimur og hálfu ári síðan, vegna dauðsfalla í fjölskyldunni, asnaðist ég til að kaupa íbúð og bíl. Ég hélt að verðtrygging væri komin á þjóðminjasafnið sem hún á náttúrulega heima. Nú er ég að fara aftur í sama far og 1988. Verð að fara til "alvörulands" og vinna upp á nýtt, því ég á ekki marga mánuði eftir ólifaða í þessu vaxtaokri. En þetta er náttúrulega bráðnauðsynlegt fyrir bankana að skipuleggja fjölda eignaupptöku á Íslandi af láglánafólki með börn, til að borga erlendar skuldir. Það er merkilegt að bankamenn þori að ganga um götur bæjarins, svo mikil reiði og örvænting er orðin í fjölda fólks. Ekki yrði ég hissa á að þetta svakalega mál, endi með uppþoti eða einhverju álíka. Annars eru Íslendingar furðulega góðir í því að láta bjóða sér upp á þetta nýtískulega þrælahald þar sem almúginn gengur kaupum og sölum. Vilhjálmur segir alveg hárrétt frá þessu. Hann er svo sannarlega ekki að missa af neinu hér á Íslandi, og Mafíukóngunum sem ráða ríkjum hér. Volæðisland þetta er. Vonandi ver ég ekki sektaður af að kalla þá sem standa á bak við þetta Mafíu. Það er ekki Ríkistjórninn eða bankastarfsmenn, heldur nokkur hópur einstaklinga sem svífst einskis. En núna er ég reynslunni ríkari og ég er ekki með neina sem hafa skrifað upp á fyrir mig. Verði þeim að góðu og hirði þeir allt draslið eins og það leggur sig.
Óskar Arnórsson, 28.2.2008 kl. 13:51
Það er erfið reynsla að ganga í gegnum skipbrot í fjármálum ekki síður en í hjónabandi. Það kemur furðu fljótt í ljós hvaða viðhlægjendur eru vinir. Það versta er þegar fjölskyldan bregst og er það einna erfiðasti skóli sem hægt er að ganga í.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.2.2008 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.