23.2.2008 | 19:05
Hvað með skoðanir fjöldans í prófkjörinu?
Er sjálfstæðisfólk að missa jarðsambandið? Þessi atburðarrás er svo greinilega hönnuð frá upphafi til enda og á eftir að vera Sjálfstæðisflokknum til ævarandi skammar.
Hverfafélag vill ekki Vilhjálm sem borgarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Auðvitað á þetta eftir að verða flokknum til ævarandi skammar, skiljanlega, enda málið alvarlega en táfýla. En segðu mér, er sigur í prófkjöri ávísun á sæti í borgarstjórn og forystuhlutverk no matter what? Á borgarfulltrúi, þó svo hann heiti "gamli góði" Villi að sitja áfram hvað sem á dynur bara af því hann vann prófkjör? Kommon.... Vilhjálmur hefur farið frjálslega með sannleikan í þessu máli, svo vægt sé til orða tekið, samskipti hans og borgarfulltrúa flokksins við fjölmiðla og þar með borgarbúa hafa nálgast hreinan hroka og svo framvegis. Það verður aldrei friður um þetta ef Vilhjálmur situr áfram, aldrei.
Taxi Driver, 23.2.2008 kl. 19:29
Hverju hefur Villi logið?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.2.2008 kl. 19:32
Var það t.d. satt þegar hann vitnaði í borgarlögmanninn? Þar sem ég á ekki XD flokksgleraugu veit ég ekki hvernig þessi tilvitnun lítur út í gegnum þau. En ég get vel ímyndað mér það.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.2.2008 kl. 21:52
VÞV varð það á að nefna Hjörleif B. Kvaran borgarlögmann en hann hafði gegnt því starfi í um tíu ár og aldrei kallaður en borgarlögmaðurinn í daglegu tali þeirra Ráðhúsmanna.
Hjörleifur hafði tiltölulega nýlega látið af störfum. Ef þú vilt Axel trúir þú bara því sem fellur að þínum flokkslegu skoðunum:-)
Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.2.2008 kl. 21:58
Falli Vilhjálmur sem oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, fellur þá meirihlutinn með honum?
Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ
Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 21:59
Nei.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.2.2008 kl. 22:14
Það vill nú þannig til að ég gagnrýni mína menn ekki síður en aðra. Ég t.d. tók ofan gleraugun ásamt flokksskírteininu og henti þeim þegar Samfylkingin skreið undir íhaldssængina. Ég sel ekki sannfæringuna fyrir flokkslínuna. Ef þær fara ekki saman víkur flokkurinn.
Skrítið að borgarstjóri skuli ekki vita hverjir eru hans nánustu embættismenn. Núverandi borgarlögmaður hefur starfað í um eitt ár og þá hafði enginn gengt stöðunni í tvö ár. Ef 3 ár duga ekki Villa til að átta sig á að "Hvar var 'ann?" hafi verið hættur, þá undirstrikar það eitt og sér einungis vanhæfi hans.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.2.2008 kl. 22:38
Vilhjálmur Þ. er í oddastöðu eins og allir í þessum borgarstjórnarmeirihluta. Þess vegna þorir engin í borgastjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins að láta verkin tala þá þannig að taka af Vilhjálmi Þ. oddvitastöðuna.
Ef Vilhjálmur Þ. fengi þær fréttir frá sínum félögum að hann væri ekki lengur oddviti Sjálfstæðismanna í borginni myndi hann hafa það í hendi sér að sprengja borgastjórnameirihlutan sem svar við því.
Vegna þassara stöðu sem Sjálfstæðisflokkurinn er í borginni nota þeir sálfræðina og beita hann þögninni með von um að það þreytti hann til uppgjafar án þess að slóðin verði rakin til þessara félaga hans.
Það verður að virða það við Vilhjálm Þ. hversu ótrauður hann heldur áfram með sín borgarmálefni og gæti það sýnt okkur hinum að hann hefði lent í blindgötu þar sem aðrir í Sjálfstæðisflokknum í höfuðborginni hefðu ratað betur þó að þeir væru alveg jafn sekir. Ég trúi því að Vilhjálmur Þ. eigi eftir að koma borginni upp úr öldudalnum.
Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ
Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 22:46
það var hart sótt að VÞV og ósanngjarnt í þættinum sem hann minntist á borgarlögmanninn og ekki skrýtið að hann skuli fibast. Meðal annars bar Sigmar Guðmundsson upp á hann lygar eins og þú eflaust mannst Axel. Horfðu á málið með örlítilli sanngirni.
Baldvin, það er augljóst að bátnum má ekki rugga mikið meira, nóg er komið ætli þau að halda sjó.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.2.2008 kl. 23:31
Sammála Heimir að þeirra vegna er það best að þeir fari að sjá í land. Það verður spennandi að sjá hvað gerist á morgun hjá þessari áhöfn sem fer með gang mála í borginni.
Kveðja, Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 00:01
Ég hélt mig gera það.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.2.2008 kl. 00:19
Það er nú meiri sundrungin hjá þessum vinstri mönnum!
Árni Gunnarsson, 24.2.2008 kl. 00:44
Málið er grafalvarlegt frændi!
Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.2.2008 kl. 08:07
Hvað ertu að meina með fyrirsögninni? Ertu að segja að eftir að búið er að kjósa þá geti stjórnmálamenn gert hvað sem næstu fjögur árin án þess að taka afleiðingum gjörða sinna?
Sigurður Haukur Gíslason, 24.2.2008 kl. 09:16
Hvað hefur Vilhjálmur Þórmunduri gert af sér Sigurður?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.2.2008 kl. 09:31
Ekki ætla ég að tína það allt til hér Heimir, þú hefur fylgst með fréttum og veist allt um málið. Ég reikna með að þér finnist ekkert athugavert við gjörðir Vilhjálms og því ástæðulaust að hann segi af sér.
Sigurður Haukur Gíslason, 24.2.2008 kl. 10:36
Nefndu mér eitt dæmi.... ef þú getur Sigurður.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.2.2008 kl. 10:47
Laug uppá Bjarna Ármannsson í beinni útsendingu í Kastljósi, man ekki eftir neinum listum né minnisblöðum sem voru samt grundvallaratriði í REI málinu, fór á bak við samherja sína í borgarstjórnarflokknum, kemur aftur í Kastljósið og lýgur um borgarlögmann........... bara svo fátt eitt sé nefnt.
Sigurður Haukur Gíslason, 24.2.2008 kl. 11:01
Bíddu nú hægur. Laug upp á Bjarna, hverju?
Minnisleysi er ekki saknæmt.
Afskaplega lítið kjöt á þessum beinum Sigurður.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.2.2008 kl. 12:16
Heimir, ég sagði aldrei logið. Það er þitt orð en á reyndar afskaplega vel við ef útí það er farið. Svo ertu bara að snúa útúr með því að segja að minnisleysi sé ekki saknæmt. Hlægileg rökfærsla og þú hlýtur að sjá það sjálfur... Væri Villi ekki í flokknum værir þú gargandi hér á afsögn, tjöru og fiður.. Takk fyrir.
Taxi Driver, 24.2.2008 kl. 12:27
Jæja.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.2.2008 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.