Harkaleg árás á íslensku konuna.

Mér þóttu grófar aðdróttanir í garð Lóu frá Brú í texta þeim sem forsætisráðherra Geir Hilmar Haarde og Ásbjörn Kristinsson Morthens fluttu á sviði Austurbæjar s.l. miðvikudagskvöld.

Þar kemur fram að nefnd Lóa sé "fatafrík" og leggja þurfi nótt við dag að vinna fyrir meintum veikleika hennar. Eða eins og segir: " því Lóa þarf að fá sér förin ný". Svo greinlega sett fram í því skyni , eingöngu,  að því er virðist að sverta ímynd hennar og líklega kynsystra hennar.

Ekki er nóg með það heldur er hún sökuð um fjöllyndi svo ekki verður um villst.

"Hún er alltaf svo blíð við aðra en hann".

Ekki held ég að gengið verði lengra í aðdróttunum að íslensku kvenfólki, en Lóa frá Brú hefur löngum verið samnefnari íslensku konunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En Geir er betri stjórnmálamaður en "söngvari"

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 18:21

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Geir Hilmar er góður stjórnmálamaður.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.2.2008 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband