Jóskar heiðar eða sunnar?

Það er mörgum ljóst að það er afar óhagstætt fyrir svo fámenna þjóð að búa á Íslandi.

Landið er tiltölulega stórt og erfitt yfirferðar, vegagerð dýr sem og allar veitulagnir og annað sem til þarf að gera þjóðfélaginu lífið bærilegt.

Bara tungumálið hefur reynst okkur dýrkeypt eins og til að mynda lyfjaframleiðendur og innflytjendur hafa margsinnis bent okkur á.

Útgáfa íslenskra orðabóka er dýr og hvaða máli skiptir menningararfurinn á úr sér gengnum skinndruslum sem ekki er hægt að markaðssetja í útlöndum sökum elli. 

Gjaldmiðillinn okkar þvælist fyrir stórhuga mönnum eins og kratar og aðrir stórhuga viðskiptajöfrar benda gjarnan á.

Bankarnir eru í raun gjaldþrota segir þekktur auðmaður (sem varð ríkur á krónunni) einn aðal andstæðingur  Krónunnar enda höfum við greinilega ekki efni á að reka þá og fást þeir fyrir slikk áður en langt um líður og úrtölum heldur áfram. (Skyldi auðmaðurinn  kaupa þrotabúin).

Útlendir bankar eru auðvitað mikið hagstæðari íslenskum útrásarvíkingum með slikju yfir auga og evru í hjarta stað.

Skyldu Jósku heiðarlöndin ennþá vera föl? 


mbl.is Skuldaálag úr takti við raunverulega stöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri nú áhugavert ef Kaupþingsfyrirtækin (Baugur, Alfesca, Exista, Spron, Byr, Glitnir) þyrftu að standa skil á uppgjörum líkt og aðrar fjármálastofnanir evrópu þurfa að gera. Þá fyrst væri feluleikurinn og skáldskapurinn hættulegur Íslandi. Er ekki best að reyna að vinda ofan af þessu sukki hér á landi svona rétt til þess að halda haus, í það minnsta. Er ekki rétt Heimir að gef Geir og Ingibjörgu Sólrúnu séns á því að greiða niður skuldir félaganna sem hvað mest hafa tröllriðið efnahagsástandinu með glæframennsku ? Ég held að það sé farsælast úr því sem komið er. Það er slæmt fyrir þjóðarbúið að gefa höggstað á greind almennings sem hélt og heldur örugglega enna að eitthvað sé eðlilegt við vöxt þessara fyrirtækja. Pappírsvöxt sem er að mínu mati tóm heimska og glannaskapur. En undir þessa drengi er alið af stjórnmálamamönnum, dómstólum og þorra almennings sem að endingu þarf að borga fyrir bullið sjálfur. En fjölmiðlar auðmanna spila hér lykil hlutverk og eignarhaldið á þeim getum við þakkað forsetanum sem vonandi er að átta sig á því að ekki er allt gull sem glóir og flag er iðulega undir fögru skinni.

kveðja til þín karlinn minn,

Jónína Ben 

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 10:21

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þjóðin fær stóran reikning að greiða þegar bólan springur.

Þakka hlýja kveðju Jónína.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.2.2008 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband