15.2.2008 | 12:11
Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu boðnar út.
Hermt er að á vormánuðum muni Strætó bs. bjóða starfsemina út í fyrsta sinn og fara þar með að reglum á Evrópska efnahagssvæðinu.
Hingað til hefur fyrirkomulagið verið það að fyrirtæki hafa fengið vissum leiðum úthlutað og eru skilyrði til úthlutunar óljós.
Fróðlegt verður að sjá hvort hlutur Reykjavíkurstrætó verður sá sami eftir útboð og fyrir, en margir telja að hatrömm deila starfsmanna við framkvæmdastjórn fyrirtækisins kunni að skaða hlut fastráðinna starfsmanna Strætó bs.
Deila starfsmanna og framkvæmdastjórnar snýst ekki um grundvallaratriði kjarasamnings heldur fáfengilega stundarhagsmuni ákveðinna starfsmanna.
Menn telja að einörð andstaða Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar gegn Strætó bs. í viðleitni fyrirtækisins til að skapa viðunandi starfsanda virki sem bensín á innanhússbálið sem logar annars glatt.
Það skyldi þá ekki vera að starfsmenn Strætó bs. með fulltingi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar neyði framkvæmdastjórn til að láta af hendi fleiri leiðir en ella og fækka þar með starfsmönnum enn frekar sem þiggja laun samkvæmt kjarasamningi StRv og Strætó bs.?
Mér segir svo hugur um, að ef starfsmenn láta ekki af ára(tuga) langri andstöðu við yfirstjórn fyrirtækisins muni þeir þiggja laun eftir Eflingartaxta á næsta ári.
StRv mun þá líklega fagna því að vera laust við 200 misþægilega félaga.
Flokkur: Borgarstjórn | Breytt s.d. kl. 17:19 | Facebook
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að hvaða leiti er okkar "deila" hatrammari en þín deila við Strætó? Ég er farinn að halda að þú trúir því sjálfur sem þú skrifar? Ég hélt að hvatirnar væru illkvittni en...
Svona endalausar aðdróttanir og öfugsnúningur á málun er virkilega furðulegur. Þú færð ekki punkta frá Strætó þó þú haldir að syndaaflausn bíði þeirra sem skri fa á þessum nótum. Þér tókst meira að segja að rakka það niður að ég skyldi tala þínu máli við Framkvæmdastjórann. Það var hann sem blaðraði síðan því "trúnaðarmáli" í næsta vagnstjóra sem átti pantað viðtal við hann.
Segðu einu sinni alla söguna. Kannski lærir maður eitthvað. Hvað er það sem þú gefur í skyn að liggi alltaf á bakvið? Þú segist alltaf ætla að bíða betri tíma? Hafirðu eitthvað að segja um mig eða mín störf þá skaltu gera það.... ellegar þegja annars. Hverjir eru stundahgsmunir mínir eða "ákveðinna" starfsmanna?
Jóhannes Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 04:08
Ég veit varla hvar skal byrja Jóhannes. Kannski fyrst á "mínu máli við Framkvæmdastjórann": Ég bara skil ekki hvurn andskotann þú varst að skipta þér af mér og mínum málum. Aldrei óskaði ég þess og hefði aldrei samþykkt íhlutun af þinni hálfu. Enda var ekki um neitt "mál" að ræða. Reynir Jónsson sýndi umbjóðanda mínum dónaskap og þar með mér þar sem ég fór með honum sem trúnaðarmaður. Slíkt erfi ég ekki við Reyni, enda er slík framkoma vitni um hann en ekki mig og umbjóðanda minn
Ég þarf ekki á "syndaflausn" að halda hjá Strætó. Fyrir það fyrsta hef ég ekkert gert af mér sem verðskuldar slíkt tal af þinni hálfu og þér til háborinnar skammar að bera á borð fyrir alþjóð sem þú varst að gera sem trúnaðarmaður, óbeðinn vel að merkja. Í öðru lagi get ég ekki hugsað mér að koma aftur til starfa á vinnustað sem er gegnsýrður af illkvitni óvandaðs fólks og illgjarns.
Þú virðist ekki gera þér grein fyrir því Jóhannes að þú ert leiksoppur fólks sem ég hef þegar nafngreint í skrifum mínum og vil ekki endurtaka hér.
Ef fram heldur sem horfir verðið þið félagar í allt öðru stéttarfélagi en StRv. fyrr en ykkur grunar.
Vegna niðurlagsorða þinna hér að ofan: Ég hef ekki beint orðum mínum að þér Jóhannes í skrifum mínum, en ráðlegg þér að skoða bakland þitt vel.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.2.2008 kl. 08:58
Eins og ég sagði: Ég ræddi við Framkvæmdastjórann í trúnaði. Þá kom fram hjá honum að hann er ekki mikið fyrir málfrelsi okkar vagnstjóranna. Hann tjáði mér að hann ætlaði m.a. að hegna þér fyrir skrif þín á netinu. Vel að merkja: Þú varst trúnaðarmaður þá og við vitum alveg hvursu alvarlegt það er að hóta trúnaðarmönnum á þennan hátt! Hann hefur áminnt mig og er það mál á leið fyrir dómstóla. Mér stóð reyndar til boða að fá að "sættast" við Framkvæmdastjórann með nokkrum skilyrðum. Eitt af því var að ég skrifaði undir það að ég tæki ekki að mér að vera trúnaðarmaður næsta kjörtímabil!
Það átti síðar eftir að koma í ljós að þetta er honum greinilega "eðlislæg" samskipti við trúnaðarmenn og undirmenn sína. Þetta var í fyrsta skipti sem ég ræddi við hann. Mér þykir það afar leitt að hann skyldi velja að traðka svona á þeim trúnaði og reka fleyg í okkar samkskipti með því að spreða þessu út um allt.
Sammála þér, þetta og flest samskipti hans við okkur vagnstjóra bera honum vitni. Því miður höfum við sömu reynslu af samskiptum við þennan mann svo ekki verði meira sagt.
Jóhannes Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 09:42
Reynir á mikið ólært í mannlegum samskiptum, svo mikið er víst. Illu heilli ákvað hann ráða ekki mannauðsstjóra eins og hann var búinn að gefa loforð um, heldur tók hann það að sér sjálfur sem aldrei skyldi verið hafa.
Varðstjórarnir Hallgrímur og Halldór tóku það að sér að hegna mér fyrir Morgunblaðsgrein á sínum tíma og skáru niður hjá mér aukavinnu um hálfa milljón króna eins og launabækur fyrirtækisins bera vitni um. Það var mér dýrkeypt grein. Þeir gerðu það ekki af heilindum við fyrirtækið; öðru nær.
Það að Reynir sýni einkennilega starfsmannastefnu sína á að segja ykkur að fara með gát með heildarhagsmuni starfsmanna í huga.
Ég ítreka það Jóhannes að ég bað þig aldrei að tala "mínu máli" við Reyni, meðan þú varst trúnaðarmaður.
Ég bið ykkur lengstra orða að standa vörð um hagsmuni heildarinnar og hætta hjaðningavígum.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.2.2008 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.