Batnandi manni er best að lifa.

Mér var skítkalt og hnerraði og hóstaði einhver ósköp þegar ég vaknaði laust fyrir klukkan fimm í morgun á Rauða kross hótelinu.

Ekki laust við að einhver spenna væri í karlinum þótt geðprúður sé alla jafnan.

Kíkti á einkabankann og sá að greiðslan úr sjúkrasjóðnum er ekki komin. Stutt að fara ef ég þarf að athuga það nánar.

Um sexleytið var enginn hiti kominn í lítt hreyfðan líkamann svo ég læddi mér upp í mötuneyti á efstu hæðinni og hitaði mér vatn í hunangste. Önnur peysa og lífið nálgast óðfluga fullkomnun.

 

Stjórnborð bloggsins birtir mér þá staðreynd að ég hef ekki fengið athugasemd sem mark er á takandi síðan Kjartan Pálmarsson sá góði drengur skrifaðist á við mig í gær.

"Það kemur"  tautaði ég fyrir munni mér. Óhróðurinn lætur aldrei standa á sér þegar ausið er af gnægtabrunni.

 

Rauða kross hótelið er skipað einvala liði, hvort heldur eiga við hjúkrunarfræðingar eða aðstoðarkonur. Valinn maður í hverju rúmi. Allt gengur snurðulaust fyrir sig í frábæru skipulagi og enginn verður var við að verið sé að stjórna. Betri verður stjórn viðkvæms heimilis ekki.

 

Klukkan er orðin tuttugu og fimm mínútur yfir sjö og enginn sestur við stjórnvölinn á Sögu ennþá. Ingibjörg Sólrún (heimsfræg tískudrós) syngur Ó borg mín borg eins og af gömlum vana........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Bestu óskir um góðan bata Heimir minn!

Kjartan Pálmarsson, 3.2.2008 kl. 01:59

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Bestu þakkir Kjartan.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.2.2008 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband