Get ég fengið að tala við Elko sjálfan?

Kæri Elko, ég vona að þú eða einhver þér nákominn svari mér.

Þannig er að ég fékk sendan frá þér tölvupóst þar sem þú bauðst mér að kaupa  stafræna myndavél á 17.995 krónur og sagði þú mér í þeim pósti að þú værir þá að slá eitt þúsund krónur af venjulegu verði.

Þar sem ég hef lengi hugsað mér að eignast litla stafræna vél til að taka með mér á sjúkrahús og önnur mannamót ákvað ég að slá til og kaupa vélina.

Til að spara þér umstang ók ég áðan inn í Skeifu og keypti vélina þar.

Ekki er allt sem sýnist í stafrænni veröld. Þegar þangað kom gat ég ekki fengið þúsund kall í afslátt vegna þess að ég sparaði þér ómakið með því að sækja vélina og þar að auki var ég svo ósvífinn að staðgreiða hana. Þar græddir þú þúsund kall aukalega á viðskiptum við mig. 

Ekki er allt búið. Ég las í tölvupóstinum frá þér kæri Elko að á þínum vörum væri þriggja daga auglýsingavernd, sem þýðir að þú ábyrgist að eiga vöruna sem þú auglýsir í þrjá daga. 

Ég held að afgreiðslumaðurinn hafi sagt mér það tvisvar að vélin væri til og svo heyrði ég það í þriðja sinn þegar hann svaraði samstarfsmanni sínum yfir öxl sér sem sagði að vélin væri ekki til.

Hann sagði mér að fara "á kassann" og borga 18.995 krónur og gleyma þessum afslætti og fá svo vélina afhenta beint á móti þar sem stendur vöruafgreiðsla.

Drengurinn þar sagði að vélin væri ekki til, en kæmi líklega á morgun.

Ég spyr því kæri Elko; "hvenær get ég tekið mark á þér?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Góður þessi. En annars hef ég keypt hitt og þetta hjá Elko og verið ánægð. vona að þú fáir vélina bráðum og kannski fáum við að njóta góðs af og sjá myndir frá þér. Gleðilegt nýtt ár Heimir minn.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.1.2008 kl. 18:39

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þakka þér "huggunarorð" Jórunn mín og gleði- og gæfuríkt á til þín og þinna.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.1.2008 kl. 18:57

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Takk á móti Heimir minn.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 14.1.2008 kl. 14:26

5 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Gangi þér allt vel.

María Kristjánsdóttir, 15.1.2008 kl. 12:02

6 Smámynd: Sigga Hjólína

Gleðilegt ár. Nokkrar vikur? Hvað á eiginlega að gera við þig? Þarft ekki að svara, ég er bara hissa á lengd dvalarinnar með tillit til reynslu eiginmannsins. Vona bara að allt gangi vel hjá þér og ég hugsa til þín :o)

Sigga Hjólína, 16.1.2008 kl. 22:22

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

GÓÐUR!

Heiða Þórðar, 17.1.2008 kl. 00:24

8 Smámynd: Snorri Bergz

Áfram FRAM.

EN er ELKO ekki Bliki?

Var reyndar að koma frá hr. Elkó í Skeifunni, hef jafnan gert þar góð kaup. Vantaði litla mús fyrir lappann, sá bara 5000 kr. og plús í BT og víðar. Þar fékk ég solid mús á 1995, og valdi reyndar ekki þá ódýrustu.

Og ég þurfti ekki að fara í vörumóttökuna.

Kannski fá bara Framarar betri þjónustu í ELKO en KRingar?

Snorri Bergz, 18.1.2008 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband