Sextán mánuðir við stjórnvölinn í Reykjavík.

Ég var að lesa bæklinginn frá borgarstjórnaflokki Sjálfstæðisflokksins og ég er hræddur um að hann eigi ansi langt í land með að endurheimta traust; misjafnlega þó eftir einstaklingum.

Ég studdi Sjálfstæðisflokkinn frá barnsaldri, mjög meðvitaður og virkur, en framkoma sexmenninganna gagnvart VÞV var með slíkum bernskublæ að um þverbak keyrði og losnaði um mín tengsl við flokkinn.

Sumt gengur alls ekki í pólitík og þetta var eitt af því og verður þeim núið um nasir um langa framtíð.

Það er rétt sem kemur fram hjá þeim að mikið var framkvæmt og komið á betri veg á þessum sextán mánuðum sem þau héldu um stjórnartaumana og þar held ég að beri að þakka Vihjálmi Þórmundi öðrum fremur.

Sumum reyndist erfitt að halda til í skugga hans og því fór sem fór. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband