6.1.2008 | 21:51
Gamalmannsraus.
Ég veit að ég hljóma eins og afdankað gamalmenni sem ég reyndar er, en er ekki tími til kominn að setja þessar björgunarsveitir á fjárlög svo hægt verði að draga úr þessu óhófi.
Að skjóta hundruðum tonna af pappír og prikum upp í loftið til þess eins að dreifa því yfir garða og grundir og kosta til þess mörg hundruð milljónum króna, er bara ekki við hæfi siðmenntaðrar þjóðar.
Eða hvað?
Óhapp við þrettándabrennu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heimir minn ríkið myndi aldrei tíma því.
Einar Þór Strand, 6.1.2008 kl. 22:01
En að skjóta hljóðdeyfðum flugeldum eða bara hljóðlausum?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.1.2008 kl. 22:18
Sammála þér Heimir.
Flutt eru inn 1300 tonn af flugeldum að þessu sinni. Það eru milli 17 og 18 kg á vísitölufjölskylduna. Á Slysavarðstofuna kemur ætíð um öll áramót og um Þrettándann nokkrir með brunasár, núna í kvöld sá Mosi þar barn með blautt handklæði og andlitið var allt rautt og þrotið eftir bruna. Það var par ekki fögur sjón. Annað barn var þar fyrr í dag með 3 brunna fingur.
Því miður er allt of mikið um það að fólk sé að leika sér að eldinum. Björgunarsveitir eiga að fá opinberan stuðning frá Ríkissjóði og frá sveitarfélögunum.
Flugeldasala sem tekjustofn fyrir björgunarsveitir er mjög gamaldags aðferð. Margt mælir á móti henni. Aukið álag á heilbrigðiskerfið sem ekki er of beisið. Gríðarleg mengun bæði brennisteinsmengun og það sem verra er: ýmsir þungamálmar sleppa út í umhverfið og við sitjum uppi með það. Þá er eld- og slysahættan þegar fólk oft undir áhrifum er að kveikja í flugeldunum. Og svo má ekki gleyma þessum gríðarlega miklu fjármunum sem eytt er á altari sýndarmennskunnar.
Sem tillögu vill Mosi setja fram: flugeldar verði ekki leyfðir en sveitarfélög kaupa þjónustu björgunarsveita að halda veglega eldflaugasýningu sem verktakar. Það ætti ekkiað skipta björgunarsveitirnar miklu máli hvort þeir selji þjónustu sína einum aðila eða mörgum smærri. Með því spara björgunarsveitirnar gríðarlegan auglýsingakostnað sem og kostnað við sölu.
Þá eiga björgunarsveitir skilyrðislaust að setja fram gjaldskrá yfir þjonustu sína. Hvað skyldi kosta að sækja kærulaust fólk upp á hálendi þegar fyrirséð væri kolvitlaust veður? Sendir eru tugir velþjálfaðir björgunarmenn með fullum útbúnaði, jafnvel þyrlu. Ef fólk kaupir sér ekki tryggingu í þessu skyni verður það sjálft að borga brúsann en ekki samfélagið! Þessi háttur er nánast hvarvetna og er björgunarsveitunum ekki til framdráttar, því miður að hafa þessa mikilvægu þjónustu ókeypis.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 6.1.2008 kl. 22:19
Mosi er minn maður!
Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.1.2008 kl. 22:21
Ég er sammála með að láta fullorðið fólk sem fer í spennuferðir upp í óbyggðir borga fyrir leitina. Hvað er fólk að þvælast, þegar vona er á ofsaveðri og fólk jafnvel beðið um að halda sig heima. Auðvitað á fólk í miklu meira magni að borga fyrir þá þjónustu sem það fær.
Núna þegar það liggja umbúðir út um allt eftir flugeldar og hvað það heitir nu allt, eigum við að sjálfsögðu að fara út og hirða ruslið í kring um okkur. Við kvörtum sáran undan sköttum, en við krefjumst og krefjumst. Enda erum við mjög illa alin þjóð, og þurfum trúlega að stækka og lengja skólagöngu fólk svo hægt verði að kenna þessa hluti í skólunum.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 6.1.2008 kl. 23:30
Já og meðan við erum að þessu á annað borð: Bönnum aftur hnefaleikana því þeir eru villimannslegir og bönnum aftur bjórinn því hann veldur því að samfélagið hrynur við alla drykkjuna á honum og bönnum svo benzínbíla vegna mengunnar þeirra og bönnum bara alla skapaða hluti sem fólk gæti huxanlega meitt sig á og borgað fyrir!
Það er ekki í lagi með ykkur...
Sigurjón, 6.1.2008 kl. 23:58
Við erum oft að þrífa fram eftir ári eftir "gleðina" einkum ef frost er og snjór yfir.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.1.2008 kl. 23:59
Við erum í fínu lagi. Bönn er ekki ráðið, heldur fræðsla. Þú ert í fínu lagi Sigurjón.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.1.2008 kl. 00:01
Hehe, ég er ekki svo viss um það Heimir. Ég biðst afsökunar ef þetta hefur hljómað illa, en mér fannst vanta annan vinkil í umræðuna...
Sigurjón, 7.1.2008 kl. 17:56
Góður Sigurjón!
Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.1.2008 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.