4.1.2008 | 11:23
Ég er um það bil að verða alsæll.
Ég hef verið að velta því fyrir mér undanfarna daga hvort ég geti ekki bætt mig á einhverjum sviðum eins og títt er um að fólk geri í upphafi árs.
Þrátt fyrir allan þann tíma sem ég hef til umráða og hugsunar núna, er ekkert, nákvæmlega ekki neitt sem ég tel að betur megi fara í mínu fari. Samt sem áður er ég fullviss um að ekkert sé að dómgreindinni.
Það er af sem áður var þegar ég var þess fullviss um hver áramót að ég gæti orðið betri maður.
Ég gæti borðað hollari mat, hætt að reykja, hætt að drekka, sýnt meiri tillitssemi, hætt að borga dráttarvexti, hætt að girnast konu náungans, hús hans og bíl, hætt svo mörgu.
Eins og sjá má byggðist allt á að hætta einhverju og það hef ég gert.
Ef ég á að vera alveg hreinskilinn núna og hætta allri yfirborðsmennsku líka, þá lít ég sjaldan glaðan dag.
Ég hætti auðvitað ekki að reykja á sínum tíma fyrr en ég hafði legið á skurðarborði hjartadeildar Landsspítala í átta klukkustundir á meðan lappað var upp á stíflaðar kransæðar og tengt framhjá mestu stíflunum. Og síðar kom krabbi í ljós í lunga sem þurfti að skera og fleygja ásamt með góðum hluta lungans.
Að hætta drykkjuskap gerði ég ekki fyrr en daginn eftir að ég tók með mér afréttara í kirkjuna kl. 10:00 sunnudaginn 13. maí 1998.
Svo hætti ég öllu hinu smátt og smátt og jafnframt hvarf mér lífsgleðin.
Nú er eina gleði mín að hrella aðra með skrifum mínum á Moggabloggið og líður mér betur eftir því sem fleiri hnjóða í mig fyrir skrifin.
Ég er um það bil að verða alsæll.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:19 | Facebook
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þakka þér fyrir að lesa Hallgerður. Ekki hætta að lesa.........
Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.1.2008 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.