Ömurlegar fréttir af skeikulum embættismanni.

Alltaf finnst mér jafn ömurlegt þegar fólk stendur ekki við orð sín. Kannski hvað verst þegar um opinberar persónur eru að ræða sem ætlast til að marks sé á þeim tekið.

Það er innbyggt í þjóðarvitundina að því hærra sem viðkomandi er settur, því óskeikulli er hann.

Á svo mörgum sviðum hefur Ólafur R. Grímsson sýnt að orð hans og gjörðir eru hafin yfir  lög og almennt siðgæði, að þessi ákvörðun kemur ekki á óvart.


mbl.is Býður sig fram til endurkjörs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki veit ég hvað þú ert að fara eða afhverju. Ég get ekki séð á nokkurn hátt, hvernig hr. Ólafur Ragnar forseti hafi með nokkru móti sýnt nokkurn yfirgang eða frekju eða óheiðarleika merki á embættisárum sínum. Ólafur sjálfur og kona hans njóta mikilla vinsælda á landinu, eru þjóðinni til sóma og hugur hans með minni máttar og hvatning til hógværari kaupmáttar er ekkert nema besta mál. Ekkert sem hr. Ólafur hefur gert á embættistíð sinni hefur verið embættinu til hins verra nema það eitt að vera til, það er allavegana það eina sem ég get lesið úr gagnrýni anstæðinga forsetans. Þeir hrökkva upp við minsta spor forsetans þó svo að ekkert athugavert hafi átt sér stað. Mér finst fáránlegt að hlusta á málefnalausar árásir á hr. Ólaf Ragnar, engan skaða hefur hann unnið þjóð sinni og landi og því ættu menn að loka á sér gogginum og gagnrýna þá heldur stjórnarmenn þjóðarinnar sem halda á spöðunum í fjármálaheiminum og öðru.

Marinó Muggur Þorbjarnarson (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 18:06

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þínar skoðanir Marinó eiga fullan rétt á sér eins og mínar.

Líka þær að menn eigi "að loka á sér gogginum" eins og þú bendir svo smekklega á.

Ólafur R. gaf okkur það loforð 1996 að hann myndi ekki sitja nema í 2-3 kjörtímabil og hann stendur ekki við það.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.1.2008 kl. 18:27

3 Smámynd: Ingólfur

Er ekki betra að koma með tilvitnun eða gæta heimilda þegar maður sakar forsetann um að standa ekki við gefið loforð.

Ingólfur, 1.1.2008 kl. 18:33

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég er minnugur Ingólfur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.1.2008 kl. 18:43

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

""Aðspurður kvaðst Ólafur Ragnar á fundinum telja það langan tíma fyrir forseta að sitja í sextán ár í embætti, þótt svo að bæði Ásgeir Ásgeirsson og Vigdís Finnbogadóttir hefðu gegnt embætti svo lengi. Ekki megi þó gleyma því að þjóðin hefði stutt Vigdísar til svo langrar embættissetu og eflaust lengur, hefði vilji hennar staðið til þess. [...] Sjálfur telji hann tvö til þrjú kjörtímabil hæfilegri tíma fyrir setu forseta í heimi hraðra breytinga, njóti forseti stuðnings til þeirrar setu í embætti í samræmi við hefð."

-Morgunblaðið 12. júní 2006"

Ingólfur Harri, ofangreint fékk ég að láni hjá Hirti J. Moggabloggara, en láðist að spyrja leyfis.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.1.2008 kl. 18:50

6 Smámynd: Ingólfur

Og hvar lofar hann að bjóða sig ekki fram í fjórða skiptið?

Eina sem þetta segir að hann hafi almennt talið 2-3 tímabil hæfilegan tíma fyrir forseta en nefnir um leið dæmi um forseta sem hefði jafnvel getað setið lengur en 16 ár.

Hann segir að 16 ár séu langur tími og auðvitað er það rétt, en það er ekki þar með sagt að það sé of langur tími.

Og NB, þessi orð eru sögð á síðustu öld,árið 1996, ekki 2006. Líklega bara prentvilla hjá Hirti, enda er maður orðinn óvanur að nota 19 í ártölum.

Ingólfur, 1.1.2008 kl. 19:02

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ingólfur Harri, ég held og er nokkuð viss um að Ólafur R. hafi sagt þetta 1996 og 2006 og líklega mikið oftar.

Hér að framan efaðist þú um að henn hefði sagt þessi orð, en núna fullyrðir þú að það hafi verið árið 1996.

Orðin voru: "... tvö til þrjú kjörtímabil hæfilegri tíma fyrir setu forseta í heimi hraðra breytinga, njóti forseti stuðnings til þeirrar setu í embætti í samræmi við hefð."

Út á þessi lof-orð fékk hann umburðarlyndi samborgaranna. 

Svona manni getur enginn treyst: 

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.1.2008 kl. 19:09

8 identicon

Hr. Andrés Önd...af tvennu illu er mun betra að hafa Ólaf á Bessastöðum en á Alþingi.  Er alls ekki viss um að Davíð nenni þessu embætti.

Heyrðu já, gleðilegt árið!

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 20:32

9 Smámynd: Ingólfur

Ég efast ekki um að hann hafi sagt þessi orð 1996 (fréttin sem Hjörtur vitnar í er frá 1996).

Ég bara finn ekkert loforð í þessum orðum.

Bæði Ólafur og Dorrit hafa staðið sig mjög vel, verið landi og þjóð til sóma og mér finnst það hið besta mál ef Ólafur er tilbúinn að vera annað kjörtímabil.

Ingólfur, 1.1.2008 kl. 21:26

10 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ólafur R. er ekki þekktur fyrir að vera maður orða sinna.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.1.2008 kl. 21:36

11 Smámynd: Ingólfur

Það er svo sem ekki skrítið að þú teljir svo vera úr því þú lest eitthvað allt annað út úr orðum hans en það sem hann segir. En varla er hægt að gera þá kröfu á forsetann að hann standi við loforð sem hann hefur aldrei gefið?

Ingólfur, 1.1.2008 kl. 21:58

12 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég held bara að Ólafur Gríms hafi gengist sjálfur við orðum sínum, svo þér ætti að vera óhætt Ingólfur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.1.2008 kl. 11:03

13 Smámynd: Helena Mjöll Jóhannsdóttir

Við erum að tala um forseta vorn, munum bara að sýna honum tilhlýðilega virðingu, sem forseta okkar. Mér hefur stundum þótt skorta á kurteisina gagnvart honum. Hann er ekki eini forsetinn sem hefur komið nálægt pólitík.

Helena Mjöll Jóhannsdóttir, 4.1.2008 kl. 08:53

14 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hjartanlega sammála þér Helena Mjöll, kurteisi þeim sem kurteisi ber. Ólafur Gríms er ekki þekktur fyrir kurteisi!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.1.2008 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband