27.12.2007 | 15:25
Verður Gerpla umskorin?
Gerpla á horni Hofsvallagötu og Sólvallagötu má muna fífil sinn fegurri. Nýlega urðu eigendaskipti og nýju eigendurnir eru ekki í takti við íbúa hverfisins. Aðalinngangi Gerplunnar hefur verið lokað og fólki bent með ritvilltri orðsendingu á annan inngang.
Viðmót afgreiðslufólks hefur breyst, ekki til betra vegar og fyrrverandi viðskiptavinum fjölgar ört.
Afgreiðslufólk talar ekki tungur tvær, bara útlenda.
Fólk talar um "breytt og búið".
Strangheiðarleg kona sem ég hitti á förnum vegi í gær, gott ef hún er ekki trúuð líka, sagði mér að íbúar hyggðust safna undirskriftum og með þeim skora á fyrrverandi verslunarstjóra að koma aftur og breyta í fyrra horf, með góðu eða illu.
Taka niður hrikalega ljóta utandyraauglýsingar sem ekki eiga erindi í yfirvegaða góðborgarabyggð, hætta við áform um spilavítislíki og síðast en ekki síst; endurnýja hlýja þjónustu byggða á heiðarleika, virðingu, spaugi og alvöru í bland.
Ef brunnmígur les þessar línur veit hann hvað til hans friðar heyrir.
Segir Lohan vera kynlífsfíkil | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:09 | Facebook
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað í ósköpunum kemur þetta brókarsótt Lindseyar litlu við?
Ívar Gunnarsson, 27.12.2007 kl. 15:32
Þegar Gerpla var upp á sitt besta, fyrir mörgum árum, voru það ung hjón sem ráku sjoppuna. Allt var tandurhreint þar og svo pottþétt að lottóvinningar römbuðu þangað í löngum bunum. Svo urðu eigendaskipti, ungur frændi eigandans var svo dónalegur við mig að ég beindi viðskiptum mínum annað. Mér fannst sjoppan heldur ekki jafnsnyrtileg og áður, stundum vond lykt þar. Eina sem ég vann mér til miska var að spyrja mjög kurteislega og meira í gríni hvers vegna Vikan væri falin á bak við Bleikt og blátt? Svarið sem ég fékk var að þetta væri kerlingablað. Hann sagðist reyndar aldrei hafa lesið Vikuna ... en samt vissi hann að fólkið í Vesturbænum vildi heldur dónablað. Hann var ekki að reyna að vera fyndinn, bara dónalegur töffari. Þarna dó Gerpla endanlega í mínum huga og merkilegt nokk, lottóvinningarnir hættu að ramba þangað í svona miklum mæli. Ungi maðurinn vissi ekki að ég væri göldrótt.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.12.2007 kl. 17:06
Ívar. Ég vildi að pistillinn næði til sem flestra og það hefur svo sannarlega verið raunin. Þér hefði t.d. aldrei dottið í hug að lesa um: "óheppileg eigendaskipti sælgætisverslunar sem býr Vikunni ekki öndvegi." Bragðið, að ná athygli þinni Ívar heppnaðist þótt þú þurfir með logandi ljósi að leita frekari frétta af brókarsótt lítillar stúlku sem nefnd var Lohan í snemmgerri æsku.
Gurrí. Eitt sinn var ég 21 sekúndu frá að fá 1. vinning í lottóinu, því fljótfær verslunarstjórinn spurði ekki: "nokkuð fleira?" og afgreiddi annan viðskiptavin á milli tveggja lottómiða kaupa minna. Líklega sá hann græðgisglampann í augum mínum því hann hafði rétt áður heyrt mig segja að mig hefði dreymt fyrir stóra.
Af þessu lærði ég að maður á aldrei að láta heyra á mæli sínu að það sé bara formsatriði að innbyrða þann stóra.
Ég er smátt og smátt að venjast því að hafa ekki fengið 18.432.584 krónur umrætt sin. Raunar hélt ég að atvikið væri gleymt.
Ég lét Púkann fara yfir færsluna og hann gerði bara athugasemd við: "nemmgerri", svo ég læt hitt flakka og "snemmgerri" er þá komið inn í málið.
Hafðu það Skagagott Guðríður Haraldsdóttir.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.12.2007 kl. 18:03
Afsakið ritvillu. Á að vera snemmgerri í báðum tilvikum í athugasemd.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.12.2007 kl. 18:05
Gott og vel Heimir. Í sjálfu sér ágætis pistill en mér mislíkar að vera ginntur til að lesa eitthvað undir röngum formerkjum. Hérmeð tilkynnt óviðeigandi tenging, prinsípsins vegna.
Ívar Gunnarsson, 27.12.2007 kl. 23:38
Ég þakka þér Ívar umhyggjuna og lofa því framvegis að vanda mig við misnotkun frétta á Mbl.is ef ég þarf að koma málstað mínum fyrir sem flestra augu.
Óska þér góðs og gleðilegs árs svo ekki sé talað um allan friðinn
Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.12.2007 kl. 11:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.