9.12.2007 | 20:56
Neyðarfundur strætóstjóra.
Á heimasíðu strætisvagnstjóra, eða kannski frekar fráfarandi trúnaðarmanna sem héldust í því ábyrgðarstarfi í u.þ.b. sólarhring, en þá þraut þá örendið, var sett inn í dag:
"Fljótlega munum við senda frá okkur yfirlýsingu vegna málsins. Það verður að skjóta á "Neyðarfundi" með vagnstjórum strax eftir helgi. Höfum lagt fram ósk til Starfsmannfélagsins um að það haldi fundi til að kynna málið."
Hvað þýðir svona "neyðarfundur"?
Ekkert annað en ólöglega stöðvun vagnanna með tilheyrandi óþægindum fyrir fólkið sem þarf að stunda vinnu og skóla og hefur síst efni á öðrum ferðamáta.
Ágætu fyrrverandi starfsfélagar. Reynið að skilja að þið eigið ekki að stjórna fyrirtækinu og ráða ykkur yfirmenn að eigin geðþótta.
Þið eitrið andrúmsloftið fyrir öllum þeim vagnstjórum sem vilja vinna störfin sín í friði og vilja ekki þurfa að kvíða hverjum vinnudegi.
Er Valdið fyrir öllu?
Flokkur: Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 22:19 | Facebook
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg sammála þér Heimir! Í verkalýðs-og fyrirtækjarekstri á balansinn að vera í miðju. Menn vinna saman að því að leysa málin. Málið er orðið það alvarlegt að það á að boða til fundar, hver sem gerir það. Fundarboðunin er alfarið í höndum félagsins. Vonandi mætir þú. Eins og þú veist þá eru vagnstjórar seinþreyttir til vandræða og á þeim tæplega 8 árum sem ég hef verið vagnstjóri hefur aldrei verið boðað til aðgerða. Við munum ekki gera það núna heldur.
Við teljum að "eðlileg" samskipti sé grundvöllur lausna í slíkum málum en miðað við stöðu er enginn samningsvilji. Ef fyrirtækið ætlar ekki að leysa vandamálin eru til leiðir. Eftirlitsstofnanir sem koma að málum þurfa þá að leysa málin. Í slíku tilvikum geta aðilar ekki samið um eitt né neitt. Er ekki skynsamlegara að semja eða leysa málin í sameiningu? Við vagnstjórar höfum legið undir allskonar ásökunum um glannaakstur og leiðindi við farþegana. Er það orsök eða afleiðing? Hvað er að?
Í okkar máli held að vandamálið sé að Framkvæmdastjórinn ásamt Deildarstjóra akstursdeildar hafi talið sig getað náð einhverskonar tökum á okkur og stjórnað framvindu mála, þ.e. okkur. Eins og þú veist þá hefur ekki verið mikið um "mannauðs" stjórnunarmál sl. ár og um og yfir 60% vagnstjóra hætt hjá fyrirtækinu síðan nýja leiðakerfið var sett á. Þú ert líklega með ástæðuna og lausnina í rassvasanum?
Við vitum allavega ástæðuna og vorum komin á gott skrið með fá menn til að skoða lausnina. Kannski kostaði það bara of mikið og einfaldast að kæfa slíkt í fæðingu og hvað er þá til ráða....?
Alvarlegur málatilbúnaður þar sem lögreglu var m.a. beitt gegn fulltrúa getur ekki verið málefnum til bóta? Vagnstjórar sem "vilja vinna sína vinnu" geta það áfram en því miður finna þeir altaf prumplyktina af málatilbúnaðinum.
Jóhannes Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 22:17
Er ekki kjarni málsins sá Jóhannes að þið voruð drukkin á Hlemmi þar sem við vitum að drukknu fólki er vísað á dyr? Þið rétt sluppuð við að mæta Reyni Jónssyni og Steindóri Steinþórssyni sem Magnús öryggisvörður tilkynnti um framferðið. Vakthafandi varðstjóri hafði verið beðinn að hringja í ykkur löngu fyrr en láðist það.
Nú talið þið ekki eitt einasta orð um ástæðu upphlaupsins, sem mér þykir einkennilegt.
Ef þið hefðuð bara beðist afsökunar væruð þið ennþá trúnaðarmenn að sinna skyldum ykkar.
Mér finnst þið bíta höfuðið af skömminni með því að veitast að vinnufélaga ykkar á ótrúlega ósvífinn hátt þegar þið ráðist opinberlega á miðasölukonuna og kennið henni um að öryggisvörðurinn Magnús hjá Öryggismiðstöðinni hafi hringt í Reyni og tilkynnt honum um óviðeigandi hegðun ykkar á Hlemmi. Undir þá opinberu tilkynningu settuð þið svo nöfn ykkar.
Núna fimbulfambið þið um aukaatriði en ættuð að snúa ykkur að því að vinna störfin ykkar sómasamlega og láta heiðvirt og grandvart fólk í friði og að auki að biðja miðasölukonuna afsökunar á rætninni á jafnáberandi hátt og þið birtuð lygarnar um hana.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.12.2007 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.