Af sönnum sögum og ósönnum.

það er með hálfum huga að ég hef blogg að þessu sinni. Þó er innri rödd að reka á eftir mér og ég læt undan eins og svo oft áður. Hikið er vegna þess að mér finnst málefnið svo kjánalegt. Það kemur heldu ekki til af góðu því í gær var ég stoppaður á götu á góðum vini mínum og lesanda blogganna minna. Hann kom beint að efninu; "af hverju varstu rekinn frá Strætó?". Ég varð hvumsa og tafsaði: ég var ekki rekinn". "Blessaður láttu ekki svona" sagði hann "ég þekki mann hjá Strætó sem sagði mér frá þessu, en ég fékk ekki að vita hvers vegna". Mér varð orða vant og vissi varla hvaðan á mig stóð veðrið þangað til að rann upp fyrir mér að nýju trúnaðarmenn starfsmanna hafa haft orð á þessu en þóttust hafa "bjargað" mér með því að tala við Reyni framkvæmdastjóra. Ég bað vininn afsökunar á að vita ekki af brottrekstrinum, en ég hef ekki verið í vinnu undanfarnar vikur vegna veikinda og hef af þeim sökum ekki haft tækifæri til að fylgjast með. Þá sagði hann :" mér datt í hug að eitthvað væri bogið við þetta. Ég hef áður staðið hann að því að fara frjálslega með sannleikann".
Því miður verð ég að hryggja nýkjörið trúnaðarfólk með því að bera söguna af brottrekstri mínum til baka, en get glatt þau með því að líkur eru á að langt verði í land með að ég komi til starfa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Góðar og safaríkar sögur sem gætu verið sannar, gjalda þess oft að verða sannleikanum að bráð.

Einu sinni gekk sú saga fjöllunum hærra að ekkja eftir embættismann í Reykjavík hafi lagt reglulega leið sína í apótekið til að kaupa formaldehíð. Rotvarnarefnið hellti kerling reglulega yfir karlinn sem sat í ruggustól út við gluggann í húsinu Laugavegi 1. Allir sem komu í bæinn máttu sjá gamla manninn sem gegndi í lifandi lífi starfi yfirdómara í Landsyfirréttinum.

Auðvitað vissi þessi hagsýna ekkja að ef hún tilkynnti andlát manns síns of snemma snarlækkaði greiðslan sem hún fengi úr eftirlaunasjóðnum. Hún var dóttir umdeilds prests af Vesturlandi og herma sögur að hann hafi verið fyrirmynd að sr. Sigvalda í Manni og konu, skáldsögu Jóns Thoroddsens.

Sögur geta orðið lífsseigar. Þær eiga þá náttúru að ganga frá manni til manns. Upphaf þeirra er yfirleitt á huldu og að lokum rata þær á spjöld sögunnar sem þjóðsögur og munnmæli. Hvort saga er sönn eða login: er þörf á að eyðileggja hana sé hún skemmtileg, vel sögð og er vonandi ekki meiðandi fyrir neinn sem nú lifir?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 20.11.2007 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband