Svindl matvörukeðjanna hefur viðgengist árum saman. Mútuþægir starfsmenn og alþingismenn?

Hún virkar hálf hjákátlega hvatning Samkeppniseftirlitsins um að almenningur láti vita af brotum matvöruverslana á samkeppnislögum.
Brot hafa verið tilkynnt um árabil bæði til Samkeppnisstofnunar og Samkeppnisieftirlitsins eins og það heitir núna og þeir hafa setið með hendur í skauti.
Þarna er um sömu starfsmenn að ræða og voru í Samkeppnisstofnun nema hvað forstjórinn var settur af.
Hvernig stendur á því að þeir gera ekkert með ítarlega skýrslu sem mikil vinna var lögð í af hálfu Háskóla Íslands fyrir nokkrum árum undir stjórn Guðmundar Ólafssonar hagfræðings og útvarpsmanns?
Þar kemur sukkið fram.
Viðskiptaráðuneytið hefur ekki séð ástæðu til athafna þrátt fyrir margar ábendingar um svindlið.
Neytendasamtökin eru máttlaus á meðan þau þiggja milljónir króna í árlega styrki frá Baugi.
Svo erum við að tala um sáralitla spillingu!
mbl.is Samkeppniseftirlitið hvetur fólk til að senda ábendingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ummæli framkvæmdarstjóra Krónunar segja okkur bara hversu gallað þetta verðkönnunarkerfi er. Hann segir að í 90% tilvika séu venjulegar Holta kjúklingabringur í hillinum en hin 10% sérmerkt krónunni. Getur ekki verið að bringunar sem eru merktar krónunni séu seldar á kostnaðarverði til að villa um alvöru verðlagi versluninar, hvernig er hægt að mæla út verð þegar eingöngu um ákveðið magn af vöru er til á þessu "ótrúlega verði" eins og hann segir. Þýðir það að verðkannanir ASÍ gildi bara fyrir 10% kaupenda og hin 90% eru að versla hærra?

Bjartmar Alexandersson (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 14:01

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég efast stórlega um að 10% kaupenda séu að versla ódýrt.

Til að skoða verðmyndunina þarf greinilega að fara í innkaupafyrirtæki þeirra þ.e. BÚR og Aðföng. Þá fyrst fáum við að vita hvernig þeir mergsjúga nokkur neytendur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.11.2007 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband