Sumar- og afmælishátíð Kjötborgar.

Nú er komið að því, að afmælishátiðin verður haldin á morgun 16. september og hefst klukkan 13:00. Dagskráin hefst við elliheimilið Grund með skrúðgöngu um hverfið við undirleik lúðrasveitar. Að skrúðgöngunni lokinni verður boðið upp á veitingar, hoppukastala, spámiðilinn Sjáanda og margvísleg skemmtiatriði önnur á útisviði. Hinn góðkunni æskulýðsfulltrúi Grundar, sr. Pétur Þorsteinsson verður kynnir og mun fara á kostum ef að líkum lætur. Ein aðal stoð og stytta Kjötborgarbræðra Halldór Eldjárn hefur verið þeim innanhandar við allt skipulag og kynningu og verður vert að klappa þeim dreng lof í lófa ásamt þeim bræðrum. Ég sem viðskiptavinur og aðdáandi gerði hlé á sumarleyfisferð minni til að geta tekið þátt í hátíðarhöldunum fyrir leikinn á Meistaravöllum þegar heimamenn taka á móti Grindvíkingum í næst síðasta leik Landsbankadeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan fjögur og ekki að efa að fólk flykkist á völlinn eftir góðar veitingar Kjötborgarbræðra, til að hvetja sína menn því oft hefur verið þörf á hvatningu en nú er nauðsyn. Vert er að geta þess að á sama tíma eiga Víkingar í hatrammri baráttu við Fimleikafélagið í Hafnarfirði við að halda sæti sínu í Landsbankadeildinni og hvet ég alla sem ekki fara á KR-völlinn að styðja Víkinga í Krikanum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband