Að loknu kjöri hjá Strætó bs.

Hjá Strætó bs. er samkeppni um að komast að sem fulltrúi Starfsmannafélags Reykjavíkur. Því skýtur það skökku við að fólkið sem skipaði listann sem bar sigur úr býtum, hefur haldið uppi þeim áróðri árum saman að starfsmenn Strætó eigi að finna annað fagfélag til að halda á okkar málum gagnvart vinnuveitanda. Að vísu gengust þau ekki við þessum skoðunum sínum dagana fyrir fulltrúakosningarnar.
Á framboðsfundum var frambjóðendum boðið að tala í 5 mínútur hverjum. En all sérstök fundarstjórn fráfarandi 1. fulltrúa gekk hart fram í að menn töluðu ekki of lengi, en leyfði Jóhannesi Gunnarssyni verðandi 1. fulltrúa að tala í 25-30 mínútur!
Sami fundarstjóri segir mönnum þessa dagana að hann muni vera í næstu kjarasamninganefnd, áður en nýju fulltrúarnir hafa komið saman eða tekið við af okkur hinum.
Þá var þessi fráfarandi 1. fulltrúi sem hefur sniðgengið Starfmannafélag Reykjavíkur með því að fara með álitamál til Eflingar í kjörstjórn og sat og merkti við kjósendur og leiðbeindi þeim um framkvæmd kjörsins. Maður sem hafði lýst stuðningi sínum við "listamennina".
Ég mun að líkindum skrifa meira um einkennilega sýn og meðferð lýðræðis hjá starfsmönnum Strætó, jafnframt sem ég skora á þá sem telja hallað réttu máli að svara á þessum vettvangi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband