Bætum móralinn hjá Strætó bs.

Verðandi fulltrúum Starfmannafélags Reykjavíkurborgar hjá Strætó bs. er eitt nauðsynlegra en flest annað, en það er að leggja sitt af mörkum til að bæta starfsandann hjá fyrirtækinu. Hann hefur verið afar bágborinn síðan byltingin í starfsháttum var gerð á miðju ári 2005 og er beinlínis eitraður á stundum.
Fyrirtækið hefur því miður ekkert gert til að laga andrúmsloftið og er það miður.
Fólk sem er vansælt á vinnustað og jafnvel kvíðir því að mæta til vinnu speglar andrúmsloftið til viðskiptavinanna sem er miður.
Þetta starfsfólk fer þjakað kvíða til vinnu og úr og kemur heim til sín fullt neikvæðni og hefur allt á hornum sér, Fjölskyldan verður meðvirk og kaffistofuspjallið er komið inn í vitund barna, unglingha og fullorðinna sem þá eru orðin fórnarlömb erfiðs vinnumórals.
Þessu þarf að breyta og verða allir sem einn að líta í eigin barm og vinna að bættri líðan sinni og vinnufélaganna.
Ég er sannfærður um að Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar mun gera allt sem í þess valdi stendur til að standa við bak þeirra sem verða valdir í kosningunum í næstu viku og hafa hug á að bæta andrúmsloftið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband