Hrós dagsins fær Jóna Rut Guðmundsdóttir forstöðumaður.

Hjá Búsetu- og stuðningsþjónustunni að Gunnarsbraut 51 fer fram gífurlega merkilegt starf fyrir geðfatlaða. Þar hefur um árabil verið rekin þjónusta fyrir þá, en undanfarin misseri hefur orðið stökkbreyting á starfseminni sem er eingöngu fyrir geðklofasjúklinga sem auk þess eiga við ýmis önnur vandamál að stríða. Í öllu því atvinnuframboði sem nú er á höfuðborgarsvæðinu hefur verið erfitt að fá fólk til slíkra umönnunarstarfa, en á Gunnarsbrautinni er orðið eftirsótt að fá að vinna.. Tuttugu og sex einstaklingar njóta nú þjónustu Búsetu- og stuðningsþjónustunnar sem rekin er af ríki og borg og þar af eru níu heimilisfastir að Gunnarsbraut 51.
Jóna Rut Guðmundsdóttir forstöðumaður sem er menntuð hér á landi og í Bandaríkjunum í félagsfræði o.fl. hefur lyft sannkölluðu Grettistaki í málefnum þessa fólks svo víða er eftir tekið.
Einstaklingar sem samfélagið var búið að afskrifa að gætu fengið bata eru farnir að taka þátt í atvinnulífinu þótt í litlum mæli sé enn sem komið er.
Nokkur fyrirtæki hafa komið auga á frábæran árangur starfsfólksins og hafa komið að starfseminni með fjárhagsstyrkjum í formi vöruúttekta og fleira.
Í nánustu frramtíð er ætlað að um áttatíu manns njóti þjónustunnar.
Jóna Rut fær hrós dagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband