Sjálfstæðisflokkurinn kvaddur eftir 50 ár.

Þegar borgarfulltrúar voru farnir að lesa upp úr landsfundarsamþykktum og miðstjórnarfundasamþykktum Sjálfstæðisflokksins opinberlega, voru þeir búnir að gleyma að þeir voru í viðkvæmu meirihlutasamstarfi.
Þegar þau fóru sex saman á fund formanns og varaformanns flokksins voru þau að svíkja foringja sinn.
Þegar þau voru búin að vera við kjötkatlana í hálft ár klipptu þau á samskipti sín við kjósendur, nema fráfarandi borgarstjóri.
Þegar þau hættu að virða fulltrúa sína hjá stórum fyrirtækjum borgarinnar sem hafa umboð starfsfélaga sinna sviku þau grasrótina.
Það er ekki lengur pláss fyrir mig í flokknum sem ég hef unnið fyrir síðan ég var tólf ára eða í fimmtíu ár.
Þakka samfylgdina.
mbl.is Nýr meirihluti myndaður í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Farið hefur fé betra

Gosi (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 21:58

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Til hamingju, Heimir, þú ert einn af fáum á blogginu í kvöld sem virðist hafa séð samhengið í hlutunum. 

María Kristjánsdóttir, 11.10.2007 kl. 23:09

3 Smámynd: María Kristjánsdóttir

En þú gleymdir einu: þegar þau gáfu út yfirlýsingu um að nú ætti að selja fyrirtækið - þá höfðu þau ekki fyrir því að tala við samstarfaðilann.  

María Kristjánsdóttir, 12.10.2007 kl. 00:17

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þau gleymdu veikri stöðu sinni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.10.2007 kl. 05:28

5 identicon

Mig minnir að barnagælan sem faðir okkar tautaði fyrir munni sér þegar hann var að svæfa okkur hafi verið svona:

Stígur hann við stokkinn

stuttan ber hann sokkinn

ljósan ber hann lokkinn

laus við sjálfstæðisflokkinn

Ég meðtók þetta strax og þú eftir 50 ár

enda lá svo sem ekkert á!

:)Eggert

Eggert Lárusson (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 20:24

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég hefi löngum seinþroska verið.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.10.2007 kl. 21:57

7 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Heimir.

Færu allir frá borði við fyrsta pus, væi sjórinn lítt sóttur, nema í einsýnu.

Svoleiðis er ekki karlmennskuvottur að mati okkar íhaldsmanna að ,,vestan".

Þetta er vont og versnar að líkum, því ef marka má framkomu sumra okkar Borgarfulltrúa við Vilhjálm, er borin von um, að þeir finni nokkurn hlut að í sínu eigin fari.

Hér verð ég að undanskilja, enn sem stendur,- þá félaga Júlíus Vífil og Kjartan Magnússon.  Þeir hafa báðir sagt hluta sakar hjá sér og félögum sínum.  Einnig hefur Gísli Marteinn ekki verið níðhöggur í garð liggjandi manns.

Hann pabbi þinn hefði betur notað það nafn, sem betur fellur að ljóðstöfunum eða ; laus við Krata-flokkinn.

Svo er nú það.

Vonandi lagast þetta nú alltsaman og þú kemur aftur ,,heim" því hvurgi er betra að vera en í hópi hæfilega íhaldsamra manna, svo mikið er víst.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 17.10.2007 kl. 13:29

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þakka góðar ábendingar Bjarni. Kjartan Magnússon er að mínu mati góður drengur reyndar hef ég taugar til þeirra allra, en bakstungan var sexföld og því verður ekki breytt.

Hann pabbi hefði aldrei getað sagt: "laus við Krata-flokkinn." Af fjörðum vestra og með Guðmund G. Hagalín sem kennara í Sjómannaskólanum á Ísafirði 1933. Nei, aldrei.

Það hafa margir innt mig eftir "vin"slitunum, en ég hef svarað að það sé ekki vegna þess að betra sé í boði.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.10.2007 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband