Að tala fólk á hnén.

Mér þykja ummæli varaformanns Samfylkingarinnar Ágústs Ólafs Ágústssonar og Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra þegar þeir eru að mæra evruna ærið undarleg í ljósi þess að krónan hentar okkur afskaplega vel að bestu manna yfirsýn. Allt á áð verða svo ódýrt og hver fjölskylda hagnast um 60 þúsund krónur á mánuði aukalega, bara við að taka evruna upp.
Hafa þessir menn gert sér grein fyrir verðmyndun á innfluttum matvælum t.d. hjá Aðföngum? Ég held ekki.

Síðan koma Jón Magnússon alþingismaður og Þorvaldur Gylfason prófessor og boða að kreppa sé framundan og efnahagslegt hrun blasi við.
Mér finnst með ólíkindum að þessir úrtölumenn sem eru á launum hjá okkur skuli voga sér að vera með slíkar úrtölur. Þeir eru beinlínis að draga kjark úr fólki og auka því svartsýni.
Mér þykir þetta mikill ábyrgðarhluti og ansi kommúnískur að tala þannig að allt sé að fara fjandans til.
Ef þetta viðhorf hefði verið ofaná á síðustu öld þá byggjum við ennþá í torfkofum víðsvegar um landið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

"Krónan hentar okkur afskaplega vel að bestu manna yfirsýn"? Hvaða bestu menn eru þetta? Ég er enginn boðberi Evru-væðingar. Ég er hins vegar einn af þeim sem telja að Krónan sé frekar slakur gjaldmiðill. Að nálgast hina hörmulegu Ítölsku Líru, sem aflögð var. Getur verið að staðan sé nú hér sú að oftar sé talað um nilljarða og trilljarða en þúsundir og milljónir?

Manstu Heimir, þegar aurar höfðu gildi? Manstu þegar tvö núll voru klippt aftan af krónunni, Heimir? Hafa bestu mennirnir með yfirsýnina miklu tjáð sig um þær gullaldarstundir Krónunnar?

Friðrik Þór Guðmundsson, 1.10.2007 kl. 22:11

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Krónan hefur rýrnað og er að því leyti handónýt. Hún hefur hinsvegar gert okkur kleyft að flytja okkar fiskafurðir út á viðunandi verði, gert okkur unnt að halda uppi nægri atvinnu og síðast en ekki síst, fleytt okkur fram á veginn svo að við erum í hópi auðugustu þjóða heims.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.10.2007 kl. 05:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband