28.9.2007 | 12:00
Hýrudregnir vagnstjórar.
Um daginn skrifaði ég færslu hér á bloggið um vinnutilhögun hjá Strætó bs. sem er opinbert fyrirtæki. Hún hófst á þessum orðum:
"Vinnuvika starfsmanna í fullu starfi er skilgreind í kjarasamningum sem 40 klst., nema um skemmri vinnutíma sé sérstaklega samið.
Ég hélt að 40 klst. vinnuvika ætti við um okkur vaktavinnufólk eins og aðra, en þar virðist ég ekki hafa rétt fyrir mér.
Í vinnuáætlun minni fyrir tímabilið 19.08.07 - 31.05.08 koma fyrstu heilu vinnuvikurnar svona út:
1. 42:27 klst.
2. 42:46 klst.
3. 40:17 klst.
4. 41:25 klst. og
5. 41:45 klst.
Ég hef spurst fyrir um hverju þetta sætir þegar lög um 40 klst vinnuviku eru í gildi fyrir utan kjarasamning sem líka kveður á um 40 klst. vinnuviku, en spurningin er líklega ..............."
Þessar fimm vikur skilar viðkomandi starfsmaður 8:40 klst. meiri tíma en samningur kveður á um. Hann fær ekki eina einustu krónu fyrir þessar stundir.
Ég hef spurst fyrir um þetta hjá framkvæmdastjóranum, hjá formanni StRv, hjá formanni BSRB ásamt fleirum, en annað hvort fæ ég engin svör eða að starfskjaranefnd sjái ekki ástæðu til að gera athugasemdir við þetta.
Vel að merkja eru af hálfu launþega í starfskjaranefnd þrír fulltrúar StRv. Þessir aðilar sem sagt sjá ekki ástæðu til að gera athugasemdir við það að starfsmaður sé hlunnfarinn í launum.
Þetta er einn vagnstjóri sem á í hlut og þeir eru á annað hundrað hjá fyrirtækinu.
Fólki kann að virðast einkennilegt að ég skuli taka málið til umræðu á þessum vettvangi. Því er til að svara að fjölmörgum fyrirspurnum mínum hefur ýmist ekki verið svarað, eða svarað út í hött.
Ég á öll samskiptin í tölvutæku formi.
Mér finnst ekki ósanngjarnt að launadeild Reykjavíkurborgar verði fengið það verkefni að reikna laun aftur í tímann, svona um það bil til fyrri hluta árs 2005 og sjá hvað Strætó bs. hefur hagnast á hýrudrættinum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:51 | Facebook
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
-
malacai
-
gelgjan
-
aronb
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
solisasta
-
baldher
-
emmgje
-
bergruniris
-
skinogskurir
-
bjarnihardar
-
gattin
-
tilfinningar
-
greindur
-
ekg
-
einarsmaeli
-
evabenz
-
eyglohardar
-
eythora
-
ea
-
feministi
-
arnaeinars
-
g-bergendahl
-
gudni-is
-
lucas
-
gudmunduroli
-
zeriaph
-
boggi
-
gotusmidjan
-
doritaxi
-
hallurg
-
smali
-
heidistrand
-
heidathord
-
heimssyn
-
diva73
-
helgimar
-
himmalingur
-
kliddi
-
haddih
-
hordurj
-
ingabesta
-
ithrottir
-
jakobk
-
jonaa
-
jbv
-
joninaottesen
-
jon-o-vilhjalmsson
-
jonsnae
-
jorunn
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
katrinsnaeholm
-
kolbrunb
-
ksh
-
kollaogjosep
-
kristinn-karl
-
kristjan9
-
lady
-
presleifur
-
liljabolla
-
vonin
-
mariakr
-
methusalem
-
morgunbladid
-
obv
-
olinathorv
-
omarbjarki
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
rannveigh
-
redlion
-
trandill
-
puma
-
runirokk
-
rynir
-
fullvalda
-
hjolina
-
heidarbaer
-
holmarinn
-
nr123minskodun
-
sigurdursig
-
siggith
-
hvala
-
stebbifr
-
must
-
steinunnolina
-
svavaralfred
-
unnar96
-
valdimarjohannesson
-
vefritid
-
steinibriem
-
thorsteinn
-
thoragud
-
thordisb
-
thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Baráttukveðjur.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 28.9.2007 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.