Svipaður hroki í tannlæknum og lyfsölum?

Einhvernveginn finnst mér alltaf hafa gætt hroka hjá tannlæknum og að þeir hafi litið sig öðrum þjóðfélagsþegnum ofar settir.
Kannski eru þeir bara óframfærnir og óöryggir með sig og þá vill framkoman verða svolítið úr böndunum. Þeir minna mig stundum á apotekara sem sletta lyfjunum í mann eins og þeir vilji segja: "borgaðu uppsett verð eða liggðu dauður ella".
Ég trúi vel þeim sómamanni Jóni Gunnarssyni úr Vogunum þegar hann segist hafa fengið dónaleg viðbrögð hjá tannlæknum.
Auðvitað eru undantekningar í stéttunum báðum; lyfsölum og tannlæknum, þó það nú væri.
mbl.is Fékk dónaleg bréf frá tannlæknunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hrokafyllstu menn í þjóðfélaginu í dag finnast mér vera forsvarsmenn Lyfju og Lyf og Heilsu. Þeir virka á mig sem alveg samviskulaudsir okrarar, en kanski tekst tannlæknum að hirða titilinn af þeim. Sjálfsagt finnst tannlæknum með milljón á mánuði þeir ekki vera að okra á sauðsvörtum almúganum sem þarf að borga fleiri þúsund krónur bara fyrir það eitt að opna kjaftinn framan í þá.

Stefán

Stefán (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 15:57

2 identicon

Það er ekki eins og tannlæknar hafi ekki unnið fyrir laununum sínum með löngu og strönu háskólanámi. Veit ekki betur en að flestar stéttir ( t.d. kennarar sem sífellt væla) séu með talsvert fín laun miðað við sitt 3.ára háskólanám og tannlæknar með helmingi lengra nám að baki og mun stífara. tek fram að sjálf er ég ekki tannlæknir en þekki vel til beggja þessara stétta og hvernig náminu er háttað. 

Auk þess er ekki eins og tannlæknar hirði allan peninginn af "sauðsvörtum aumingja almúganum" og stingi í vasann, þeir þurfa að borga stofuna sjálfir, tækin eru viðbjóðslega dýr og þurfa þeir að eiga ansi mikið af þeim og efniskostnaðurinn hreinn er um helmingurinn af verðinu sem þú borgar fyrir heimsóknina ef gera þarf t.d. við tönn.

 Það eru margir með miklu miklu hærri laun en læknar og tannlæknar og þessar öfundsraddir fólks með lægri laun af því það hefur kannski ekki haft það í sér að leggja á sig langt nám gættu kannski frekar við forríka bankastarfsmenn og aðra tekjuháa.

S (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 20:18

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mér þykir bara gott að fólk hafi góð laun. Líka að sem flestir hafi það gott. Það er drambið og hrokinn sem fer í taugarnar á mér.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.9.2007 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband