Nauðsyn öflugra trúnaðarmanna til að standa vörð um réttindi launþega.

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar bauð mér nýlega að notfæra mér "Vefnám fyrir trúnaðarmenn". Félagsmálaskóli alþýðu í samvinnu við BSRB og ASÍ hefur unnið vefnámið.
Að vísu hef ég sótt tvö námskeið fyrir trúnaðarmenn hjá Starfsmannafélaginu en þetta vefnám sýnist mér vera kjörin viðbót og handhægur uppsláttarvettvangur fyrir starfandi trúnaðarmenn.
Ég hefi starfað í hartnær tvö ár sem trúnaðarmaður og margt hefur mér komið á óvart í því starfi og ber þar hæst vankunnátta yfirmanna um verkefni trúnaðarmanna.

Hver á fætur öðrum afhjúpa þeir vankunnáttu sína hvað varðar uppbyggingu launþegahreyfingarinnar og þráast við að afla sér upplýsinga og gera hver mistökin á fætur öðrum.
Þetta er mjög miður því hreint ótrúlega mikil frítími trúnaðarmannsins fer í að leiðbeina yfirmönnum við afskaplega lítinn skilning þeirra. (Trúnaðarmaður á að sinna sínum störfum í vinnutíma, með öðrum orðum fá greitt fyrir "sérkennsluna" !)
Um daginn sló ég orðinu trúnaðarmaður inn á lagavef Alþingis og kom í ljós að 26 lög fjalla á meiri eða minni hátt um starf okkar og verkefni.
Þá eru að sjálfsögðu ekki tilnefndar allar þær reglugerðir sem starfssviðið ber á góma og byggðar eru á lögunum tuttugu og sex.
Ég hygg að fyrirtæki eins og t.d. Strætó bs. sem ég þekki hvað best til um þessar mundir gætu sparað sér mikinn tíma og stórar fjárhæðir ef yfirmenn væru betur með á nótunum.
Í raun er ég undrandi ef Háskólar landsins útskrifa verðandi fyrirtækjastjórnendur án fræðslu um þennan grundvallarrétt launþega.

Þeir eru til sem segja að ekki sé um vanþekkingu að ræða heldur stefnu.

Eigendur og stjórni fyrirtækja ættu að koma stjórnendum til hjálpar og bjóða þeim upp á fræðslu, nú eða falast eftir "vefnámi fyrir trúnaðarmenn".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband