Jenný góð eins og hún er!

Mér þætti mjög miður ef hún Jennifer færi að hrófla eitthvað við útliti sínu sem að mínu mari er fullkomið. Ef hún færi að eiga við augnaumbúnaðinn er hætta á að blikið hverfi og ef hún léti strekkja á kinnum er ég hræddur um að Monu Lisu- brosið færi fyrir lítið. Ég skora því á þig Jennifer Lopez að friða útlit þitt.
mbl.is Jennifer Lopez útilokar ekki lýtaaðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Trúir þú virkilega að hún hafi ekkert látið gera? Fyrir utan brjóstin sem að stækkuðu um 2 skálar fyrir um 3 árum síðan, þá hefur ýmislegt breyst:

http://www.ew.com/ew/gallery/0,,20035285_20035331_1538280,00.html

Eitthvað sýnist mér nefið hafa breyst, allavega er það nettara og meira upp en áður, hakan er aðeins öðruvísi, að ég tali nú ekki um húðina sem hefur örugglega verið slípuð til. Svo er sennilega búið að dæla í hana Botoxi því að hún er ekki lengur með broslínur.

Já, svona aðgerðir geta gert margt.

ex354 (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 11:40

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég vissi nú ekki fyrst hver þessi ókunnugi maður á myndinni í athugasemdunum mínum var. Til hamingju með að vera kominn með mynd af þér. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.9.2007 kl. 11:50

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ex354:

Jennifer er fullkomin í mínum augum;)

Jórunn:

Mér fannst tími til komin að setja myndina inn þegar ég komst á topp tíu:)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.9.2007 kl. 11:53

4 identicon

Ó  já, hún er fullkomin í mínum líka. Ótrúlegt hvað þessar aðgerðir geta gert fólk fullkomið ;-)

ex534 (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 21:34

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þú spaugar ex534;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.9.2007 kl. 21:51

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Til hamingju komstu  á topp tíu. Ég gerði það líka einusinni en nú er ég löngu hætt að gá og er eflaust neðarlega enda búin að loka blogginu fyrir almenningi. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.9.2007 kl. 20:50

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Var í morgun í 6. sæti.

Sá áðan að þú varst búin að loka.

Hvernig heldurðu að það komi út?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.9.2007 kl. 21:00

8 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Vá til hamingju. já ég er að prófa þetta en þú ert á lista hjá  mér og kemst inn. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 28.9.2007 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband