Biskup sagði skrílslátum stríð á hendur í vísitasíu sinni í dag.

Dómkirkjan í Reykjavík er einn helgasti staður á landinu í mínum huga ásamt með Þingvöllum. Ég var skírður og fermdur í Dómkirkjunni og í dag er hún mín sóknarkirkja.
Dómkirkjan er einhver fallegasta og hlýlegasta kirkja landsins og það á vel við að nafn hirðbyggingameistarans sem teiknaði hana var A. Kirkerup.
Dómkirkjan er þó aðeins rammi utan um kirkjulífið í sókninni sem er öflugt og margþætt og hefur alltaf verið.
Ég fyllist alltaf lotningu þegar ég geng í Dómkirkjuna og tíminn eins og stöðvast um sinn og færist aftur á bak um tvöþúsund ár, en svo glymur klukkan að athöfn lokinni og minnir á gang lísins og að maður kemur í manns stað.
Í morgun vísiteraði herra Karl Sigurbjörnsson biskup Dómkirkjusókn, ásamt með prófastinum okkar sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni.
Herra Karl Sigurbjörnsson er stór. Hann er á góðri leið með að ná föður sínum herra Sigurbirni Einarssyni í andans hæðum. Þegar hann stendur í predikunarstólnum og talar er ekki annað hægt en heyra hvert einasta orð og líka hin ósgöðu sem hann túlkar með þögninni á áhrifamikinn hátt.
Þjóð sem á slíkan andans mann þarf ekki að kvíða því að áhrif kirkjunnar líði undir lok, heldur mun þeim vaxa ásmegin með hverju árinu.
Herra Karl ávarpaði börnin sérstaklega og hafði í fórum sínum kross að gefa þeim. Eftirlíkingu af krossi sem hangið hefur upp í 800 til 900 ár. Frumgerðin hafði verið í kirkjunni að Upsum í Svarfaðardal.
Prestarnir þeir sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson og sr. Hjálmar Jónsson skírðu þrjá drengi, þá Atla Frey, Breka Frey og Vilberg Samúel.
Drengirnir höfðu nánustu ættingja sína með sér upp að altarinu sér til halds og trausts og til að þerra á sér ennið að lokinni skírninni. Ekki var verra að hafa einhvern til að halda á kerti með heim, sem þeir fengu til að minna sig á að Jesús er ljós lífsins.
Að lokinni athöfn sem farið hafði fram við organleik Marteins H. Friðrikssonar og undurfagrar raddir félaga úr dómkórnum, gekk Ástbörn kirkjuhaldari Egilsson með bagal í höndum sér í broddi fylkingar biskups og presta á dyr og þar kvöddu þeir fjölmarga kirkjugesti með handabandi og brosi á vör.Falleg stund liðin sem hægt er að kalla fram í minninguna ef eitthvað gefur á í ólgusjó lífsins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband