Ég er ekki úti að aka.

Undanfarna daga hef ég verið heima að láta mér líða bærilega því kvefpest hefur herjað á mig. Eftir að læknar námu á brott hluta hægra lunga árið 2005, hef ég verið skíthræddur við að fá lungnakvef þegar kvefpestir ganga og núna gerðist það.
Fer vel með mig og fór ekki á bikarúrslitaleikinn KR-KEF í gær og missti þar af leiðandi af stóru stund stelpnanna og fer heldur ekki á leik KR og Fram í dag á Laugardalsvelli.
Á sóttarsængina berast mér þau tíðindi af vinnustað að ég njóti ekki stuðnings félaga minn meðal trúnaðarmanna eða annara við að krefja yfirmenn okkar svara við spurningum mínum varðandi ráðningar starfsmanna án auglýsinga eins og kveðið er á um í 9. kafla kjarasamnings okkar gr.1 og 1.2 frá 1. nóvember 2005.
Legg ég því til við þá og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar að þeir undirriti sameiginlega yfirlýsingu þess efnis að þessi ákvæði gildi ekki nema þegar framkvæmdastjóra sýnist svo.
Ætla að skreppa niður í Dómkirkjuna í Reykjavík og hlýða á biskupinn okkar herra Karl Sigurbjörnsson predika þar sem prestar kirkjunnar þjóna fyrir altari.
Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson er á förum frá okkur og verður hans sárt saknað.
Einhverntíman eftir helgi fer ég aftur út á götur og stræti borgarinnar og ek þá strætisvagni á 1o klukkustunda vöktum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband