Kaldar kveðjur að sunnan og norðan.

Hvenær gengur næsta kuldaskeið í garð.
Mér segir svo hugur um að það gerist fyrr en varir. Vegir eru sem betur fer mikið mun betri en þeir voru t.d. fyrir tíu árum, en hvað gerist í margra daga iðulausri stórhríð eins og þær gerðust fyrr á árum (ekki svo mörgum). Hvar verður fyrst ófært? Ég þekki að vísu ekki snjóalög fyrir austan, en hræddur er ég um að Guðbrandur verði fljótur að eyða 60-80 milljónum á ári í snjómokstur þegar til þess kemur og hræddur er ég um að mörg tonnin af mjólk eyðileggist vegna aldurs áður en til vinnslustöðvanna kemur.
Og aftur frá vinnslustöð til neytenda.
Ég er hræddur um að hagræðingarformúlan sem Guðbrandur notar eigi við flatlendi Danmerkur eða suður Svíþjóðar en ekki fjallvegi og strjálbýli Íslands.
Austlendingar máttu búast við að loforð við sameiningu við MBF yrði svikið við fyrstu hentugleika eins og komið er á daginn.
Þetta er fáránleg ákvörðun Mjólkursamsölunnar að leggja niður vinnslu á Egilsstöðum og vekur enn upp spurningar um hverjir eiga mjólkurstöðvarnar.
mbl.is Vegið að landbúnaði í heilum landsfjórðungi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband